Handbolti

Fagnar endurkomu Ómars Inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót.
Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/getty

Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik þegar Aalborg vann Team Tvis Holstebro, 23-21, í uppgjöri tveggja efstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Ómar skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Hann skoraði tvö síðustu mörk Aalborg og tryggði meisturunum sigurinn.

Selfyssingurinn byrjaði aftur að spila með Aalborg fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið frá í átta mánuði vegna höfuðmeiðsla.

Danski handboltamaðurinn og handboltaspekingurinn Rasmus Boysen, sem leikur með Sigvalda Guðjónssyni hjá Elverum í Noregi, hrósaði Ómari eftir leikinn.

„Það er stórkostlegt að sjá Ómar Inga Magnússon aftur á vellinum eftir meiri háttar heilahristing. Frábær leikmaður!“ skrifaði Boysen á Twitter.



Ómar missti af úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í fyrra þar sem Aalborg stóð uppi sem sigurvegari. Hann lék heldur ekki með íslenska landsliðinu á EM í byrjun þessa árs.

Selfyssingurinn lék sinn fyrsta leik fyrir Aalborg í átta mánuði þegar liðið vann SønderjyskE, 28-23, 2. febrúar. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í leiknum.

Eftir tímabilið gengur Ómar til liðs við Magdeburg í Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Ómar Ingi í ham í toppslagnum eftir erfiðan tíma

Eftir að hafa verið átta mánuði utan vallar vegna höfuðmeiðsla átti landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon stórleik í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×