Handbolti

Fagnar endurkomu Ómars Inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót.
Ómar Ingi hefur farið með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót. vísir/getty

Ómar Ingi Magnússon átti góðan leik þegar Aalborg vann Team Tvis Holstebro, 23-21, í uppgjöri tveggja efstu liða dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Ómar skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Hann skoraði tvö síðustu mörk Aalborg og tryggði meisturunum sigurinn.

Selfyssingurinn byrjaði aftur að spila með Aalborg fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið frá í átta mánuði vegna höfuðmeiðsla.

Danski handboltamaðurinn og handboltaspekingurinn Rasmus Boysen, sem leikur með Sigvalda Guðjónssyni hjá Elverum í Noregi, hrósaði Ómari eftir leikinn.

„Það er stórkostlegt að sjá Ómar Inga Magnússon aftur á vellinum eftir meiri háttar heilahristing. Frábær leikmaður!“ skrifaði Boysen á Twitter.


Ómar missti af úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í fyrra þar sem Aalborg stóð uppi sem sigurvegari. Hann lék heldur ekki með íslenska landsliðinu á EM í byrjun þessa árs.

Selfyssingurinn lék sinn fyrsta leik fyrir Aalborg í átta mánuði þegar liðið vann SønderjyskE, 28-23, 2. febrúar. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu í leiknum.

Eftir tímabilið gengur Ómar til liðs við Magdeburg í Þýskalandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.