Handbolti

Gunnar Steinn hélt upp á nýjan samning með stæl

Sindri Sverrisson skrifar
Gunnar Steinn Jónsson skoraði átta mörk í kvöld.
Gunnar Steinn Jónsson skoraði átta mörk í kvöld. vísir/getty

Gunnar Steinn Jónsson og Rúnar Kárason áttu ríkan þátt í mikilvægum sigri Ribe-Esbjerg gegn liðinu í 3. sæti, Bjerringbro-Silkeborg, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ribe-Esbjerg vann leikinn 27-26 og var Gunnar Steinn markahæstur með átta mörk úr 11 skotum, auk þess sem hann gaf tvær stoðsendingar. Fjölnismaðurinn fyrrverandi skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Ribe-Esbjerg sem gildir til sumarsins 2021.

Rúnar lét einnig til sín taka í kvöld og skoraði fjögur mörk auk þess að gefa eina stoðsendingu. Daníel Þór Ingason var hins vegar ekki með í leiknum eftir að hafa snúið sig á æfingu í gær. Hann ætti þó að vera klár í slaginn gegn Kolding í næsta deildarleik.

Eftir tvö töp gegn liðunum í næsta nágrenni við sig var sigurinn kærkominn fyrir Ribe-Esbjerg sem er nú með 23 stig líkt og Skjern í 5.-6. sæti, stigi á eftir GOG og tveimur stigum á eftir Bjerringbro-Silkeborg. Aalborg er langefst með 35 stig og Holstebro í 2. sæti með 27 stig, þegar sex umferðir eru eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.