Handbolti

Gunnar Steinn hélt upp á nýjan samning með stæl

Sindri Sverrisson skrifar
Gunnar Steinn Jónsson skoraði átta mörk í kvöld.
Gunnar Steinn Jónsson skoraði átta mörk í kvöld. vísir/getty

Gunnar Steinn Jónsson og Rúnar Kárason áttu ríkan þátt í mikilvægum sigri Ribe-Esbjerg gegn liðinu í 3. sæti, Bjerringbro-Silkeborg, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.Ribe-Esbjerg vann leikinn 27-26 og var Gunnar Steinn markahæstur með átta mörk úr 11 skotum, auk þess sem hann gaf tvær stoðsendingar. Fjölnismaðurinn fyrrverandi skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Ribe-Esbjerg sem gildir til sumarsins 2021.Rúnar lét einnig til sín taka í kvöld og skoraði fjögur mörk auk þess að gefa eina stoðsendingu. Daníel Þór Ingason var hins vegar ekki með í leiknum eftir að hafa snúið sig á æfingu í gær. Hann ætti þó að vera klár í slaginn gegn Kolding í næsta deildarleik.Eftir tvö töp gegn liðunum í næsta nágrenni við sig var sigurinn kærkominn fyrir Ribe-Esbjerg sem er nú með 23 stig líkt og Skjern í 5.-6. sæti, stigi á eftir GOG og tveimur stigum á eftir Bjerringbro-Silkeborg. Aalborg er langefst með 35 stig og Holstebro í 2. sæti með 27 stig, þegar sex umferðir eru eftir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.