Sport

Í vondum málum eftir að hafa lyft lögreglumanni | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harris er naut að burðum og var ekki í vandræðum með að lyfta hraustum lögreglumanni.
Harris er naut að burðum og var ekki í vandræðum með að lyfta hraustum lögreglumanni.

Michael Harris, ruðningsleikmaður í háskólaboltanum í Bandaríkjunum, er í erfiðum málum eftir að hafa verið handtekinn í upphafi vikunnar.Harris var ekki sáttur við að vera handtekinn og sýndi mikla mótstöðu. Það endaði með því að hann lyfti lögrelumanni upp fyrir höfuð sitt og enduðu þeir svo báðir í jörðinni eins og sjá má hér að neðan.

Búið er að kæra Harris í fjórum liðum og hefur honum verið vikið úr ruðningsliði Eastern Kentucky meðan mál hans er í meðferð.Lögregla var upprunalega kölluð til því Harris hafði neitað að yfirgefa verslun. Hann var með ógnandi tilburði í búðinni og virtist vera í vímu.Lögreglumenn staðfestu það síðan eftir handtökuna sem var ansi skrautleg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.