Sport

Í beinni í dag: Fótbolti í Valencia og Egilshöll | Bestu kylfingarnir mætast

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson stýra Stjörnunni saman.
Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson stýra Stjörnunni saman. vísir/sigurjón

Það verður íslenskur, enskur og spænskur fótbolti í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem sýnt verður beint frá bestu mótaröðunum í golfi.

Kvöldið hefst á leik Fjölnis og Stjörnunnar sem mætast í Egilshöll í fyrsta leik sínum í Lengjubikar karla í fótbolta þetta árið. Fjölnismenn verða nýliðar í Pepsi Max-deildinni í sumar en Stjörnumenn mæta til leiks með þjálfarana Ólaf Jóhannesson og Rúnar Pál Sigmundsson saman í brúnni.

Á Stöð 2 Golf heldur keppni áfram í Kaliforníu þar sem bestu kylfingar heims eru mættir á The Genesis mótið. Keppni heldur sömuleiðis áfram á LPGA-mótaröðinni í nótt þegar leikið verður á opna ástralska mótinu.

Hull og Swansea mætast í ensku B-deildinni en með sigri blandar Swansea sér af krafti í baráttuna um sæti í umspilinu um úrvalsdeildarsæti.

Í spænsku 1. deildinni tekur Valencia á móti Atlético Madrid og getur með sigri komist upp fyrir Atlético í 4. sæti, sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Beinar útsendingar dagsins:
18.50 Fjölnir - Stjarnan (Stöð 2 Sport 2)
19.00 The Genesis Invitational (Stöð 2 Golf)
19.40 Hull City - Swansea (Stöð 2 Sport)
19.50 Valencia - Atlético Madrid (Stöð 2 Sport 3)
02.00 ISPS Handa Women's Australian Open (Stöð 2 Golf)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.