Golf

Tiger fimm höggum á eftir efsta manni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger á ferðinni í gær.
Tiger á ferðinni í gær. vísir/getty

Genesis-boðsmótið í golfi hófst í gær en þar eru mættir til leiks flestir bestu kylfingar heims. Tiger Woods byrjaði með látum en náði ekki alveg að fylgja því eftir.

Tiger fékk örn á fyrstu holu og sýndi oft mögnuð tilþrif. Hann kom svo í hús á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Það setur hann í 17.-33. sæti.

Matt Kuchar leiðir mótið á sjö höggum undir pari eða þremur höggum á undan næstu mönnum.

Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, er á þremur höggum undir pari. Pakkinn er mjög þéttur og verður áhugavert að fylgjast með mótinu í kvöld.

Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 19.00 á Stöð 2 Golf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.