Golf

Ótrúleg tilviljun eða skrifað í skýin? | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger á 8. holunni í gær sem var merki Kobe.
Tiger á 8. holunni í gær sem var merki Kobe. vísir/getty

Tiger Woods keppti í golfi í Kaliforníu í gær og tölurnar hans Kobe Bryant komu strax upp í fyrsta pútti. Einhverjir vilja meina að það sé engin tilviljun.

Tiger setti þá niður pútt fyrir erni á fyrstu holu af 24 feta og 8 þumlunga færi. Kobe spilaði í treyjum númer 24 og 8 á sínum ferli.

„Þetta er skrýtið. Ég vissi ekki að þetta hefði verið lengdin á púttinu,“ sagði Tiger.


Kobe var minnst víða á vellinum í gær á Genesis-boðsmótinu en á áttundu holu var teigurinn merktur „Mamba“ og flaggið á holunni var Lakers-treyja með númerinu átta.

„Þetta slys er svo hörmulegur atburður. Það sem ég elskaði mest við Kobe var eldurinn í honum og viljinn til að vinna. Hann var stórkostlegur,“ sagði Tiger en hann er mikill aðdáandi Lakers.


Tengdar fréttir

Tiger fimm höggum á eftir efsta manni

Genesis-boðsmótið í golfi hófst í gær en þar eru mættir til leiks flestir bestu kylfingar heims. Tiger Woods byrjaði með látum en náði ekki alveg að fylgja því eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.