Fótbolti

Aron Einar og Heimir í undanúrslit í Stjörnubikarnum í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson spilaði í 90 mínútur í dag.
Aron Einar Gunnarsson spilaði í 90 mínútur í dag. Getty/Simon Holmes

Al Arabi komst í dag áfram í Stjörnubikarnum í Katar eftir sigur á Al Wakrah í átta liða úrslitunum.

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans eru því komnir í undanúrslit bikarsins.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn á miðju Al Arabi. Hann er búinn að ná sér að fullu af meiðslunum og gott að sjá hann skila 90 mínútum nú þegar styttist í umspilsleikina mikilvægu í mars.

Sigurmark Al Arabi kom strax á fimmtu mínútu en það skoraði Þjóðverjinn Pierre-Michel Lasogga.

Al Arabi varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.