Körfubolti

Celtics skellti Clippers í tvíframlengdum leik | Zion bætti eigið stigamet

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tatum fagnar í nótt en hann var óstöðvandi.
Tatum fagnar í nótt en hann var óstöðvandi. vísir/getty

Lokaleikirnir í NBA-deildinni fyrir stjörnuleikshelgina fóru fram í nótt. Það voru heldur betur læti í þeim leikjum.

Boston Celtics og LA Clippers mættust í stórkostlegum leik sem þurfti að tvíframlengja. Heimamenn í Boston kreistu fram sigurinn á endanum.



Jayson Tatum skoraði 39 stig og tók 9 fráköst fyrir Clippers og Marcus Smart kom næstur með 31 stig.

Lou Williams var atkvæðamestur í liði Clippers með 35 stig en Kawhi Leonard kom þar á eftir með 28.

Undrabarnið Zion Williamson hjá New Orleans skoraði 32 stig fyrir Pelíkananna í nótt en það dugði ekki til því Oklahoma hafði betur. Þetta er besta stigaskor Zions til þessa í deildinni. Hann var þess utan að fara yfir 20 stig sjötta leikinn í röð og er sá yngsti í sögu deildarinnar til að ná þeim áfanga.



Danilo Gallinari fór mikinn í liði Oklahoma með 29 stig og Dennis Schröder einnig öflugur með 22 stig.

Úrslit:

Boston-LA Clippers  141-133

New Orleans-Oklahoma  118-123

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×