Fleiri fréttir Beckenbauer afboðaði komu sína Franz Beckenbauer, sem á sæti í undirbúningsnefnd HM 2006, afboðaði komu sína á knattspyrnuleik þar sem hann átti að sjá um dómgæslu. 14.11.2004 00:01 Lukkudýr HM 2006 fundin Dansandi ljón og talandi fótbolti eru lukkudýr Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi árið 2006. 14.11.2004 00:01 Gretzky útilokar ekki þjálfun Kanadíska íshokkígoðið Wayne Gretzky hefur ekki lokað dyrunum á það að þjálfa í NHL-deildinni þegar hún hefst að nýju. 14.11.2004 00:01 Jón Arnór skoraði 12 stig Jón Arnór Stefánsson og lið hans, Dynamo St. Petersburg, bar sigurorð af Lokomotiv Novosibirsk á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. 14.11.2004 00:01 Haukar áfram þrátt fyrir tapið Þrátt fyrir tap handboltaliðs Hauka í Meistaradeildinni um helgina náðu þeir að öðlast keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða þar sem þeir enduðu í þriðja sæti í sínum riðli. 14.11.2004 00:01 Birgir Leifur komst í gegn Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í dag í gegnum niðurskurðinn á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina. Birgir Leifur komst þó ekki áfram með neinum glæsibrag þar sem hringurinn í dag var hans langversti af þeim fjórum sem leiknir hafa verið. Birgir Leifur lék á 80 höggum, eða 8 yfir pari og er 5 yfir í heildina, í 26.- 32. sæti. 14.11.2004 00:01 Juventus og AC Milan sigruðu AC Milan heldur enn í við Juventus á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Bæði liðin unnu mikilvæga sigra í dag, Milan 2-1 á heimavelli gegn Siena þar sem Andryi Shevchenko skoraði bæði mörkin, og Juventus 1-0 á útivelli með marki frá Alessandro del Piero. Inter gerði enn eitt jafnteflið, nú 3-3 gegn Cagliari. Martins var hetja Inter með tvö mörk. 14.11.2004 00:01 Zenden tryggði Boro sigur Middlesbrough heldur áfram að gera það gott í ensku úrvalsdeildinni. Í dag vann liðið góðan sigur á W.B.A. á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. Boro komst yfir með sjálfsmarki Darren Purse á 32. mínútu en Robert Earnshaw jafnaði fyrir heimamenn fyrir leikhlé. Hollendingurinn Boudewijn Zenden tryggði svo Boro sigur á 52. mínútu. 14.11.2004 00:01 Rooney búinn að koma United yfir Wayne Rooney er búinn að koma Manchester United yfir á útivelli gegn Newcastle. Markið skoraði Rooney á 7. mínútu og var sérlega vel að því staðið. Darren Fletcher sendi háan boltann inn fyrir og Rooney tók hann viðstöðulaust á lofti, úr erfiðri stöðu, og sneiddi hann neðst í hægra hornið. 14.11.2004 00:01 Prso tryggði Rangers sigur Króatinn Dado Prso tryggði Rangers eins marks sigur á Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn var dramatískur í meira lagi og litu tvo rauð spjöld dagsins ljós auk þess sem Prso klúðraði vítaspyrnu áður en hann skoraði einmitt sigurmarkið úr einni slíkri á 65. mínútu. Rangers minnkaði forskot Celtic í 4 stig með sigrinum. 14.11.2004 00:01 United yfir í hálfleik Manchester United hefur eins marks forystu í hálfleik gegn Newcastle á útivelli. Ungstirnið Wayne Rooney skoraði markið með einkar laglegu hætti strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Darren Fletcher. Heimamenn hafa þó verið betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefur mark frá þeim legið í loftinu. 14.11.2004 00:01 Shearer búinn að jafna Alan Shearer er búinn að jafna fyrir Newcastle í leik þeirra við Manchester United á 71. mínútu. Shearer vann boltann af Wes Brown og lék honum inn í vítateig United þar sem vörnin galopnaðist. Eftirleikurinn var auðveldur; skot með vinstri fæti framhjá hjálplausum Roy Carroll í marki United. Wayne Rooney kom United yfir á 7. mínútu leiksins. 14.11.2004 00:01 United komið yfir á ný Ruud van Nistelrooy hefur nú komið Manchester United yfir gegn Newcastle með marki úr vítaspyrnu á 74. mínútu, aðeins þremur mínútum eftir að Alan Shearer hafði jafnað metin fyrir Newcastle. Vítaspyrnan var nokkuð umdeild en Shay Given, markvörður Newcastle, felldi Paul Scholes. Wayne Rooney skorað fyrsta mark leiksins fyrir United á 7. mínútu. 14.11.2004 00:01 Rooney kláraði Newcastle Ungstirnið Wayne Rooney var hetja Manchester United í sigurleik liðsins gegn Newcastle á útivelli í dag. Lokatölur urðu 3-1 og skoraði Rooney tvö mörk og átti sendinguna á Paul Scholes, sem fiskaði vítaspyrnu sem Ruud van Nistelrrooy skoraði úr. Alan Shearer jafnaði metin fyrir Newcastle á 71. mínútu eftir mistök í vörn United. 14.11.2004 00:01 Möguleikinn enn fyrir hendi "Miðað við aðstæður hér þá var Birgir ekkert að standa sig eins hræðilega og tölurnar gefa til kynna," segir Andrés Davíðsson, golfþjálfari Birgis Leifs Hafþórssonar, en fimmti hringur úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina í golfi verður leikinn í dag. 14.11.2004 00:01 9 mörk á White Hart Lane Arsenal læddi sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með dramatískum sigri á Tottenham í einum fjörugasta leik tímabilsins en lokatölur á White Hart Lane urðu 4-5. Þetta er fyrsti sigur Arsenal í síðustu 4 deildarleikjum. Southampton krækti sér í dýrmæt 3 stig með 2-1 sigri í nágrannaslagnum gegn Portsmouth en þetta var fyrsti sigur liðsins í 11 leikjum. 13.11.2004 00:01 Hver getur stöðvað Chelsea? Chelsea missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu aðeins í 3 klukkustundir í dag því Lundúnarisinn endurheimti 2 stiga forskot á toppnum með öruggum sigri á Fulham nú síðdegis 1-4. Eiður Smári Guðjohnsen lék 80 mínútur og stóð sig vel en tókst ekki að skora. Liverpool slapp heldur betur með skrekkinn og vann nauman 3-2 sigur á nýliðum Crystal Palace. 13.11.2004 00:01 Brynjar Björn hetja Watford Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Watford í ensku Championship deildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði jöfnunarmark gegn Sheff Utd í 1-1 jafnteflisleik. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi Watford. Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Leicester sem tapaði 1-0 fyrir Sunderland. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading sem vann Cardiff 2-0. 13.11.2004 00:01 Stelpurnar töpuðu 2-1 í Noregi A landslið kvenna í fótbolta tapaði í dag síðari leik sínum gegn Norðmönnum í umspili um sæti í lokakeppni EM, lokatölur 2-1. Nína Kristinsdóttir skoraði mark Íslands í dag þegar hún jafnaði metin í síðari hálfleik. Noregur vinnur því samanlagt 9-3. 13.11.2004 00:01 Haukar úr leik í Meistaradeildinni Haukar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu í handbolta en komnir í Evrópukeppni félagsliða eftir að liðið tapaði fyrir IK Sävehof í Svíþjóð í dag, 38:32 en þá fór lokaumferðin í F-riðlinum fram. Staðan í hálfleik var 19-16 fyrir Svíana sem höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og áttu sigurinn skilinn. 13.11.2004 00:01 Birgir Leifur fer á kostum á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson GKG er hreinlega að fara á kostum á lokamóti úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina í golfi og er kominn í toppbaráttuna. Birgir Leifur lauk 3. hring í dag á 69 höggum eða 3 undir pari og er það annan daginn í röð sem hann nær því skori. Hann er í 4.-7. sæti fyrir lokahringinn. 13.11.2004 00:01 Sex leikir á ellefu dögum Keflvíkingar hafa nóg að gera þessa dagana í körfuboltanum því liðið stendur í ströngu á öllum vígstöðum bæði heima og erlendis. 12.11.2004 00:01 Annar og breyttur andi í liðinu "Við tókum góðan fund í gær þar sem við hreinsuðum loftið svo um munar og það er miklu léttara yfir okkur nú," segir Ásta Árnadóttir, einn leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 12.11.2004 00:01 Ætlum að taka stig frá Svíunum "Lið Savehof er öruggt áfram úr þessum riðli sem við erum í og þess vegna eru líkur á að þeir séu ekki ýkja einbeittir gegn okkur," segir Páll Ólafsson, þjálfari handboltaliðs Hauka sem etur kappi við sænska liðið Savehof í kvöld. 12.11.2004 00:01 Southampton með fullskipað lið Líkur eru á að Steve Wigley, þjálfari Southampton, geti loks stillt upp sómasamlegu liði þegar félagið leikur gegn Portsmouth í dag. 12.11.2004 00:01 Grönholm efstur í Ástralíurallinu Svínn Marcus Grönholm er efstur eftir fyrstu sérleiðirnar í Ástralíurallinu en rallið er hluti af heimsmeistarakeppninni í rallakstri. 12.11.2004 00:01 Nowitzki með stórleik Dallas Mavericks batt enda á 14 leikja sigurgöngu Miami Heat í fyrrakvöld og er meginástæðan stórleikur Þjóðverjans Dirk Nowitzki sem lauk leik með 41 stig. 12.11.2004 00:01 Tour de France í London 2007? Fyrsti hluti frægustu hjólreiðakeppni heims, Tour de France, mun að öllum líkindum hefjast í London árið 2007 ef áætlanir ganga eftir. 12.11.2004 00:01 Lækka á listanum enn einn mánuðinn Eftir markalaust jafntefli gegn Maltverjum og stórtap á heimavelli fyrir Svíum á heimavelli þurfti það ekki að koma mikið á óvart að íslenska knattspyrnulandsliðið lækkaði enn einu sinni á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem var birtur í gær. 12.11.2004 00:01 Rússland mjög spennandi Það eru takmarkaðar líkur á því að Viktor Bjarki Arnarsson spili áfram með 1. deildarliði Víkinga. 12.11.2004 00:01 Heil umferð í handboltanum í kvöld Í kvöld fara fram sex leikir í efstu deild karla í handknattleik, þrír í norður riðli og þrír í þeim syðri. Stórleikur umferðarinnar er án efa leikur Vikinga og Valsmanna í Víkinni, en liðin eru og jöfn að stigum í efsta sæti suður riðils með 12 stig, ásamt ÍR-ingum. 12.11.2004 00:01 Engar afsakanir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær sinn fyrsta landsliðshóp sem fer á World Cup í Svíþjóð í næstu viku. 12.11.2004 00:01 Ólafur með á HM í Túnis Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari færði handknattleiksunnendum þau góðu tíðindi í gær að íþróttamaður ársins, Ólafur Stefánsson, muni spila með íslenska landsliðinu á HM í Túnis sem fram fer í janúar. 12.11.2004 00:01 Birgir Leifur meðal efstu manna Birgi Leifi Hafþórssyni gekk öllu betur á öðrum degi úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina sem fram fór í gær og er meðal þeirra 30 efstu fyrir þriðja hring sem leikinn er í dag. 12.11.2004 00:01 Feðgin í fremstu röð Gengi kvennaliðs Hauka í handbolta á þessari leiktíð hefur verið með miklum ágætum og hefur liðið unnið flesta leiki sína hingað til með sannfærandi hætti 12.11.2004 00:01 Mutu má æfa með félagsliði Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest að Rúmeninn Adrian Mutu má æfa með félagsliði á meðan hann tekur út sjö mánaða keppnisbann sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi. 12.11.2004 00:01 Birgir Leifur í fínum málum BirgirLeifur Hafþórsson kylfingur úr GKG er í 13.-25. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi. Birgir Leifur lék mjög gott golf í dag og fór hringinn á 69 höggum, eða þrem undir pari vallarins. 12.11.2004 00:01 John Toschak tekur við Wales John Toschak hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Wales en hann tekur við af Mark Hughes sem sagði starfinu lausu til að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Blackburn. 12.11.2004 00:01 Elland Road-leikvangurinn til sölu Viðræður um kaup bandarískra fjárfesta á enska 1. deildarliðinu Leeds eru farnar út um þúfur og næsta víst er að leikvangur félagsins, Elland Road, verði seldur á næstunni til að borga niður skuldir. 12.11.2004 00:01 Stýrir aldrei öðru ensku liði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist aldrei ætla að stýra öðru liði í ensku úrvalsdeildinni. 12.11.2004 00:01 Hildur öflug í sigurleik Jämtland Hildur Sigurðardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Jämtland unnu langþráðan sigur, 71-63, á Umeä í sænsku úrvalsdeildinni eftir fjögur töp í röð. 12.11.2004 00:01 Moyes með Everton til 2009 Knattspyrnustjórinn David Moyes framlengdi í gær samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Everton til ársins 2009. 12.11.2004 00:01 Serena hrifin af Sharapovu Bandaríska tennistjarnan Serena Williams er hrifinn af hinn rússnesku Mariu Sharapovu sem hún keppir gegn á WTA-meistaramótinu í tennis í Los Angeles. 12.11.2004 00:01 Baros líklega með gegn Palace Framherjavandræði Liverpool hafa verið með ólíkindum þetta tímabilið. Fyrst var Michael Owen seldur rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði, þá meiddist Djibril Cissé illa og verður frá út tímabilið. Milan Baros meiddist síðan er Liverpool sigraði Deportivo í Meistaradeildinni á miðvikudaginn fyrir viku 12.11.2004 00:01 Toshack ráðinn til Wales John Toshack hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Wales í annað skipti. Hinn 55 ára gamli Toshack stjórnaði liðinu í hlutastarfi árið 1994, og þá aðeins í einn leik, en hann hætti eftir 3-1 tap gegn Norðmönnum og sagðist vilja einbeita sér að starfi sínu á Spáni, en þá var hann framkvæmdarstjóri Real Sociedad. 12.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Beckenbauer afboðaði komu sína Franz Beckenbauer, sem á sæti í undirbúningsnefnd HM 2006, afboðaði komu sína á knattspyrnuleik þar sem hann átti að sjá um dómgæslu. 14.11.2004 00:01
Lukkudýr HM 2006 fundin Dansandi ljón og talandi fótbolti eru lukkudýr Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi árið 2006. 14.11.2004 00:01
Gretzky útilokar ekki þjálfun Kanadíska íshokkígoðið Wayne Gretzky hefur ekki lokað dyrunum á það að þjálfa í NHL-deildinni þegar hún hefst að nýju. 14.11.2004 00:01
Jón Arnór skoraði 12 stig Jón Arnór Stefánsson og lið hans, Dynamo St. Petersburg, bar sigurorð af Lokomotiv Novosibirsk á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. 14.11.2004 00:01
Haukar áfram þrátt fyrir tapið Þrátt fyrir tap handboltaliðs Hauka í Meistaradeildinni um helgina náðu þeir að öðlast keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða þar sem þeir enduðu í þriðja sæti í sínum riðli. 14.11.2004 00:01
Birgir Leifur komst í gegn Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í dag í gegnum niðurskurðinn á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina. Birgir Leifur komst þó ekki áfram með neinum glæsibrag þar sem hringurinn í dag var hans langversti af þeim fjórum sem leiknir hafa verið. Birgir Leifur lék á 80 höggum, eða 8 yfir pari og er 5 yfir í heildina, í 26.- 32. sæti. 14.11.2004 00:01
Juventus og AC Milan sigruðu AC Milan heldur enn í við Juventus á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Bæði liðin unnu mikilvæga sigra í dag, Milan 2-1 á heimavelli gegn Siena þar sem Andryi Shevchenko skoraði bæði mörkin, og Juventus 1-0 á útivelli með marki frá Alessandro del Piero. Inter gerði enn eitt jafnteflið, nú 3-3 gegn Cagliari. Martins var hetja Inter með tvö mörk. 14.11.2004 00:01
Zenden tryggði Boro sigur Middlesbrough heldur áfram að gera það gott í ensku úrvalsdeildinni. Í dag vann liðið góðan sigur á W.B.A. á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. Boro komst yfir með sjálfsmarki Darren Purse á 32. mínútu en Robert Earnshaw jafnaði fyrir heimamenn fyrir leikhlé. Hollendingurinn Boudewijn Zenden tryggði svo Boro sigur á 52. mínútu. 14.11.2004 00:01
Rooney búinn að koma United yfir Wayne Rooney er búinn að koma Manchester United yfir á útivelli gegn Newcastle. Markið skoraði Rooney á 7. mínútu og var sérlega vel að því staðið. Darren Fletcher sendi háan boltann inn fyrir og Rooney tók hann viðstöðulaust á lofti, úr erfiðri stöðu, og sneiddi hann neðst í hægra hornið. 14.11.2004 00:01
Prso tryggði Rangers sigur Króatinn Dado Prso tryggði Rangers eins marks sigur á Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn var dramatískur í meira lagi og litu tvo rauð spjöld dagsins ljós auk þess sem Prso klúðraði vítaspyrnu áður en hann skoraði einmitt sigurmarkið úr einni slíkri á 65. mínútu. Rangers minnkaði forskot Celtic í 4 stig með sigrinum. 14.11.2004 00:01
United yfir í hálfleik Manchester United hefur eins marks forystu í hálfleik gegn Newcastle á útivelli. Ungstirnið Wayne Rooney skoraði markið með einkar laglegu hætti strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Darren Fletcher. Heimamenn hafa þó verið betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefur mark frá þeim legið í loftinu. 14.11.2004 00:01
Shearer búinn að jafna Alan Shearer er búinn að jafna fyrir Newcastle í leik þeirra við Manchester United á 71. mínútu. Shearer vann boltann af Wes Brown og lék honum inn í vítateig United þar sem vörnin galopnaðist. Eftirleikurinn var auðveldur; skot með vinstri fæti framhjá hjálplausum Roy Carroll í marki United. Wayne Rooney kom United yfir á 7. mínútu leiksins. 14.11.2004 00:01
United komið yfir á ný Ruud van Nistelrooy hefur nú komið Manchester United yfir gegn Newcastle með marki úr vítaspyrnu á 74. mínútu, aðeins þremur mínútum eftir að Alan Shearer hafði jafnað metin fyrir Newcastle. Vítaspyrnan var nokkuð umdeild en Shay Given, markvörður Newcastle, felldi Paul Scholes. Wayne Rooney skorað fyrsta mark leiksins fyrir United á 7. mínútu. 14.11.2004 00:01
Rooney kláraði Newcastle Ungstirnið Wayne Rooney var hetja Manchester United í sigurleik liðsins gegn Newcastle á útivelli í dag. Lokatölur urðu 3-1 og skoraði Rooney tvö mörk og átti sendinguna á Paul Scholes, sem fiskaði vítaspyrnu sem Ruud van Nistelrrooy skoraði úr. Alan Shearer jafnaði metin fyrir Newcastle á 71. mínútu eftir mistök í vörn United. 14.11.2004 00:01
Möguleikinn enn fyrir hendi "Miðað við aðstæður hér þá var Birgir ekkert að standa sig eins hræðilega og tölurnar gefa til kynna," segir Andrés Davíðsson, golfþjálfari Birgis Leifs Hafþórssonar, en fimmti hringur úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina í golfi verður leikinn í dag. 14.11.2004 00:01
9 mörk á White Hart Lane Arsenal læddi sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með dramatískum sigri á Tottenham í einum fjörugasta leik tímabilsins en lokatölur á White Hart Lane urðu 4-5. Þetta er fyrsti sigur Arsenal í síðustu 4 deildarleikjum. Southampton krækti sér í dýrmæt 3 stig með 2-1 sigri í nágrannaslagnum gegn Portsmouth en þetta var fyrsti sigur liðsins í 11 leikjum. 13.11.2004 00:01
Hver getur stöðvað Chelsea? Chelsea missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu aðeins í 3 klukkustundir í dag því Lundúnarisinn endurheimti 2 stiga forskot á toppnum með öruggum sigri á Fulham nú síðdegis 1-4. Eiður Smári Guðjohnsen lék 80 mínútur og stóð sig vel en tókst ekki að skora. Liverpool slapp heldur betur með skrekkinn og vann nauman 3-2 sigur á nýliðum Crystal Palace. 13.11.2004 00:01
Brynjar Björn hetja Watford Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Watford í ensku Championship deildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði jöfnunarmark gegn Sheff Utd í 1-1 jafnteflisleik. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi Watford. Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Leicester sem tapaði 1-0 fyrir Sunderland. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading sem vann Cardiff 2-0. 13.11.2004 00:01
Stelpurnar töpuðu 2-1 í Noregi A landslið kvenna í fótbolta tapaði í dag síðari leik sínum gegn Norðmönnum í umspili um sæti í lokakeppni EM, lokatölur 2-1. Nína Kristinsdóttir skoraði mark Íslands í dag þegar hún jafnaði metin í síðari hálfleik. Noregur vinnur því samanlagt 9-3. 13.11.2004 00:01
Haukar úr leik í Meistaradeildinni Haukar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu í handbolta en komnir í Evrópukeppni félagsliða eftir að liðið tapaði fyrir IK Sävehof í Svíþjóð í dag, 38:32 en þá fór lokaumferðin í F-riðlinum fram. Staðan í hálfleik var 19-16 fyrir Svíana sem höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og áttu sigurinn skilinn. 13.11.2004 00:01
Birgir Leifur fer á kostum á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson GKG er hreinlega að fara á kostum á lokamóti úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina í golfi og er kominn í toppbaráttuna. Birgir Leifur lauk 3. hring í dag á 69 höggum eða 3 undir pari og er það annan daginn í röð sem hann nær því skori. Hann er í 4.-7. sæti fyrir lokahringinn. 13.11.2004 00:01
Sex leikir á ellefu dögum Keflvíkingar hafa nóg að gera þessa dagana í körfuboltanum því liðið stendur í ströngu á öllum vígstöðum bæði heima og erlendis. 12.11.2004 00:01
Annar og breyttur andi í liðinu "Við tókum góðan fund í gær þar sem við hreinsuðum loftið svo um munar og það er miklu léttara yfir okkur nú," segir Ásta Árnadóttir, einn leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 12.11.2004 00:01
Ætlum að taka stig frá Svíunum "Lið Savehof er öruggt áfram úr þessum riðli sem við erum í og þess vegna eru líkur á að þeir séu ekki ýkja einbeittir gegn okkur," segir Páll Ólafsson, þjálfari handboltaliðs Hauka sem etur kappi við sænska liðið Savehof í kvöld. 12.11.2004 00:01
Southampton með fullskipað lið Líkur eru á að Steve Wigley, þjálfari Southampton, geti loks stillt upp sómasamlegu liði þegar félagið leikur gegn Portsmouth í dag. 12.11.2004 00:01
Grönholm efstur í Ástralíurallinu Svínn Marcus Grönholm er efstur eftir fyrstu sérleiðirnar í Ástralíurallinu en rallið er hluti af heimsmeistarakeppninni í rallakstri. 12.11.2004 00:01
Nowitzki með stórleik Dallas Mavericks batt enda á 14 leikja sigurgöngu Miami Heat í fyrrakvöld og er meginástæðan stórleikur Þjóðverjans Dirk Nowitzki sem lauk leik með 41 stig. 12.11.2004 00:01
Tour de France í London 2007? Fyrsti hluti frægustu hjólreiðakeppni heims, Tour de France, mun að öllum líkindum hefjast í London árið 2007 ef áætlanir ganga eftir. 12.11.2004 00:01
Lækka á listanum enn einn mánuðinn Eftir markalaust jafntefli gegn Maltverjum og stórtap á heimavelli fyrir Svíum á heimavelli þurfti það ekki að koma mikið á óvart að íslenska knattspyrnulandsliðið lækkaði enn einu sinni á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem var birtur í gær. 12.11.2004 00:01
Rússland mjög spennandi Það eru takmarkaðar líkur á því að Viktor Bjarki Arnarsson spili áfram með 1. deildarliði Víkinga. 12.11.2004 00:01
Heil umferð í handboltanum í kvöld Í kvöld fara fram sex leikir í efstu deild karla í handknattleik, þrír í norður riðli og þrír í þeim syðri. Stórleikur umferðarinnar er án efa leikur Vikinga og Valsmanna í Víkinni, en liðin eru og jöfn að stigum í efsta sæti suður riðils með 12 stig, ásamt ÍR-ingum. 12.11.2004 00:01
Engar afsakanir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær sinn fyrsta landsliðshóp sem fer á World Cup í Svíþjóð í næstu viku. 12.11.2004 00:01
Ólafur með á HM í Túnis Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari færði handknattleiksunnendum þau góðu tíðindi í gær að íþróttamaður ársins, Ólafur Stefánsson, muni spila með íslenska landsliðinu á HM í Túnis sem fram fer í janúar. 12.11.2004 00:01
Birgir Leifur meðal efstu manna Birgi Leifi Hafþórssyni gekk öllu betur á öðrum degi úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina sem fram fór í gær og er meðal þeirra 30 efstu fyrir þriðja hring sem leikinn er í dag. 12.11.2004 00:01
Feðgin í fremstu röð Gengi kvennaliðs Hauka í handbolta á þessari leiktíð hefur verið með miklum ágætum og hefur liðið unnið flesta leiki sína hingað til með sannfærandi hætti 12.11.2004 00:01
Mutu má æfa með félagsliði Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest að Rúmeninn Adrian Mutu má æfa með félagsliði á meðan hann tekur út sjö mánaða keppnisbann sem hann fékk fyrir að falla á lyfjaprófi. 12.11.2004 00:01
Birgir Leifur í fínum málum BirgirLeifur Hafþórsson kylfingur úr GKG er í 13.-25. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi. Birgir Leifur lék mjög gott golf í dag og fór hringinn á 69 höggum, eða þrem undir pari vallarins. 12.11.2004 00:01
John Toschak tekur við Wales John Toschak hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Wales en hann tekur við af Mark Hughes sem sagði starfinu lausu til að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Blackburn. 12.11.2004 00:01
Elland Road-leikvangurinn til sölu Viðræður um kaup bandarískra fjárfesta á enska 1. deildarliðinu Leeds eru farnar út um þúfur og næsta víst er að leikvangur félagsins, Elland Road, verði seldur á næstunni til að borga niður skuldir. 12.11.2004 00:01
Stýrir aldrei öðru ensku liði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist aldrei ætla að stýra öðru liði í ensku úrvalsdeildinni. 12.11.2004 00:01
Hildur öflug í sigurleik Jämtland Hildur Sigurðardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Jämtland unnu langþráðan sigur, 71-63, á Umeä í sænsku úrvalsdeildinni eftir fjögur töp í röð. 12.11.2004 00:01
Moyes með Everton til 2009 Knattspyrnustjórinn David Moyes framlengdi í gær samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Everton til ársins 2009. 12.11.2004 00:01
Serena hrifin af Sharapovu Bandaríska tennistjarnan Serena Williams er hrifinn af hinn rússnesku Mariu Sharapovu sem hún keppir gegn á WTA-meistaramótinu í tennis í Los Angeles. 12.11.2004 00:01
Baros líklega með gegn Palace Framherjavandræði Liverpool hafa verið með ólíkindum þetta tímabilið. Fyrst var Michael Owen seldur rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði, þá meiddist Djibril Cissé illa og verður frá út tímabilið. Milan Baros meiddist síðan er Liverpool sigraði Deportivo í Meistaradeildinni á miðvikudaginn fyrir viku 12.11.2004 00:01
Toshack ráðinn til Wales John Toshack hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Wales í annað skipti. Hinn 55 ára gamli Toshack stjórnaði liðinu í hlutastarfi árið 1994, og þá aðeins í einn leik, en hann hætti eftir 3-1 tap gegn Norðmönnum og sagðist vilja einbeita sér að starfi sínu á Spáni, en þá var hann framkvæmdarstjóri Real Sociedad. 12.11.2004 00:01