Sport

Beckenbauer afboðaði komu sína

Franz Beckenbauer, sem á sæti í undirbúningsnefnd HM 2006, afboðaði komu sína á knattspyrnuleik þar sem hann átti að sjá um dómgæslu. Leikurinn var til styrktar SOS barnaþorpunum. "Ég verð að biðjast afsökunar á þessu. Ég var tilbúinn í slaginn en varð fyrir meiðslum sem gerðu það að verkum að ég gat ekki mætt," sagði Beckenbauer. Hinn brasilíski Pele, sem var viðstaddur leikinn, var vonsvikinn að fá ekki að sjá Beckenbauer með flautuna. "Það verður bara að bíða betri tíma," sagði Pele.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×