Sport

Brynjar Björn hetja Watford

Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Watford í ensku Championship deildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði jöfnunarmark gegn Sheff Utd  í 1-1 jafnteflisleik. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi Watford. Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Leicester sem tapaði 1-0 fyrir Sunderland en honum var skipt út af á 72. mínútu. Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Coventry sem vann Plymoth 2-1 en Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading sem vann Cardiff 2-0. Úrslit dagsins í Championship (Gamla 1. deildin) Burnley 1 - 0 Nottm Forest  Coventry 2 - 1 Plymouth  Gillingham 0 - 1 Derby  Ipswich 1 - 0 Leeds  Leicester 0 - 1 Sunderland  Preston 1 - 0 Millwall  QPR 0 - 0 Wigan  Reading 2 - 0 Cardiff  Rotherham 1 - 0 Wolverhampton  Sheff Utd 1 - 1 Watford  Stoke 1 - 0 Crewe  West Ham 0 - 1 Brighton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×