Engar afsakanir 12. nóvember 2004 00:01 Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær sinn fyrsta landsliðshóp sem fer á World Cup í Svíþjóð í næstu viku. Það eru miklar breytingar á landsliðshópnum en átta leikmenn koma nýir inn frá hópnum sem fór til Aþenu. Þeir eru Birkir Ívar Guðmundsson, Hreiðar Guðmundsson, Logi Geirsson, Vignir Svavarsson, Þórir Ólafsson, Arnór Atlason, Einar Hólmgeirsson og Markús Máni Michaelsson. Viggó hefur tilkynnt Guðmundi Hrafnkelssyni og Rúnari Sigtryggssyni að þeir muni ekki spila með landsliðinu undir hans stjórn og má því leiða líkum að því að landsliðsferill þeirra sé á enda. Ólafur Stefánsson hefur ákveðið að taka sér frí frá þessari keppni og Sigfús Sigurðsson er að skríða til baka eftir uppskurð. Kristján Andrésson er einnig meiddur og leikur ekki handbolta næstu mánuðina. Gylfi Gylfason og Róbert Sighvatsson hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni en eru samt í myndinni hjá þjálfaranum sem og Ragnar Óskarsson sem virðist seint ætla að fá almennilegt tækifæri með íslenska landsliðinu. Það eru ekki margir dagar í fyrsta leik á mótinu í Svíþjóð en Ísland leikur gegn Evrópumeisturum Þjóðverja á þriðjudag. Það segir sig því sjálft að Viggó fær ekki mikinn tíma til þess að slípa þetta óreynda lið til en hann setur engu að síður markið hátt eins og hann hefur alltaf gert. "Ég stend við það sem ég sagði þegar ég tók við starfinu að það þyrfti að gera breytingar á þessum landsliðshóp. Ég mun ekki afsaka mig fyrir fram að ég sé að fara með nýtt og óreynt lið á þetta mót. Það er bara þannig að ef maður ætlar að vera landsliðsþjálfari á Íslandi þá verður maður að gera væntingar. Annars getur maður bara verið einhvers staðar annars staðar. Þó ég geti ekki mótað liðið mikið þá geri ég þær kröfur að liðið nái árangri því við erum hátt skrifaðir í handbolta og erum með góða leikmenn. Liðið er byggt upp af atvinnumönnum sem eru að spila fyrir mikla peninga og við höfum engar afsakanir," sagði Viggó ákveðinn. Frumraun hans með landsliðið verður langt frá því að vera auðveld því fyrir utan að mæta Þjóðverjum á þessu móti er Ísland einnig í riðli með Frökkum og Ungverjum. Við mætum Frökkum á miðvikudag og Ungverjum á fimmtudag en þess má geta að allir leikir íslenska liðsins verða sýndir beint á Sýn. Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær sinn fyrsta landsliðshóp sem fer á World Cup í Svíþjóð í næstu viku. Það eru miklar breytingar á landsliðshópnum en átta leikmenn koma nýir inn frá hópnum sem fór til Aþenu. Þeir eru Birkir Ívar Guðmundsson, Hreiðar Guðmundsson, Logi Geirsson, Vignir Svavarsson, Þórir Ólafsson, Arnór Atlason, Einar Hólmgeirsson og Markús Máni Michaelsson. Viggó hefur tilkynnt Guðmundi Hrafnkelssyni og Rúnari Sigtryggssyni að þeir muni ekki spila með landsliðinu undir hans stjórn og má því leiða líkum að því að landsliðsferill þeirra sé á enda. Ólafur Stefánsson hefur ákveðið að taka sér frí frá þessari keppni og Sigfús Sigurðsson er að skríða til baka eftir uppskurð. Kristján Andrésson er einnig meiddur og leikur ekki handbolta næstu mánuðina. Gylfi Gylfason og Róbert Sighvatsson hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni en eru samt í myndinni hjá þjálfaranum sem og Ragnar Óskarsson sem virðist seint ætla að fá almennilegt tækifæri með íslenska landsliðinu. Það eru ekki margir dagar í fyrsta leik á mótinu í Svíþjóð en Ísland leikur gegn Evrópumeisturum Þjóðverja á þriðjudag. Það segir sig því sjálft að Viggó fær ekki mikinn tíma til þess að slípa þetta óreynda lið til en hann setur engu að síður markið hátt eins og hann hefur alltaf gert. "Ég stend við það sem ég sagði þegar ég tók við starfinu að það þyrfti að gera breytingar á þessum landsliðshóp. Ég mun ekki afsaka mig fyrir fram að ég sé að fara með nýtt og óreynt lið á þetta mót. Það er bara þannig að ef maður ætlar að vera landsliðsþjálfari á Íslandi þá verður maður að gera væntingar. Annars getur maður bara verið einhvers staðar annars staðar. Þó ég geti ekki mótað liðið mikið þá geri ég þær kröfur að liðið nái árangri því við erum hátt skrifaðir í handbolta og erum með góða leikmenn. Liðið er byggt upp af atvinnumönnum sem eru að spila fyrir mikla peninga og við höfum engar afsakanir," sagði Viggó ákveðinn. Frumraun hans með landsliðið verður langt frá því að vera auðveld því fyrir utan að mæta Þjóðverjum á þessu móti er Ísland einnig í riðli með Frökkum og Ungverjum. Við mætum Frökkum á miðvikudag og Ungverjum á fimmtudag en þess má geta að allir leikir íslenska liðsins verða sýndir beint á Sýn.
Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira