Sport

Gretzky útilokar ekki þjálfun

Kanadíska íshokkígoðið Wayne Gretzky hefur ekki lokað dyrunum á það að þjálfa í NHL-deildinni þegar hún hefst að nýju. Forráðamenn Phoenix Coytoes hafa sótt að Gretzky um að taka að sér þjálfun liðsins en ekkert hefur enn verið gefið út í þeim efnum. "Þetta er ekki hátt á forgangslistanum að svo stöddu en ég hef þó ekki neitað neinu," sagði Gretzky, sem er talinn einn allra besti íshokkíleikmaður sögunnar. NHL-deildin er býsna illa stödd um þessar mundir og hefur verkfall liðseiganda gert það að verkum að deildin hefur tapað 123 milljónum dollara það sem af er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×