Sport

Haukar úr leik í Meistaradeildinni

Haukar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir IK Sävehof í Svíþjóð í dag, 38:32 en þá fór lokaumferðin í F-riðlinum fram. Staðan í hálfleik var 19-16 fyrir Svíana sem höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og áttu sigurinn skilinn. Halldór Ingólfsson var markahæstur Haukanna með 8 mörk, Þórir Ólafsson skoraði 7 og Ásgeir Örn Hallgrímsson 5. Þó að Haukar séu úr leik í Meistaradeildinni hafa þeir tryggt sér þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið hafnaði í 3. sæti riðilsins. Haukar og franska liðið Creteil sem barðist um 3. sætið við Hauka tapaði 29-31 fyrir þýska liðinu Kiel í gærkvöld og það dugði Haukum til að ná 3. sæti með betri stöðu úr innbyrðisviðureignum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×