Sport

Ólafur með á HM í Túnis

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari færði handknattleiksunnendum þau góðu tíðindi í gær að íþróttamaður ársins, Ólafur Stefánsson, muni spila með íslenska landsliðinu á HM í Túnis sem fram fer í janúar. Ólafur lýsti því yfir á Ólympíuleikunum í sumar að hann væri hættur í bili að leika með landsliðinu og taldi ekki líklegt að hann myndi spila í Túnis. Ólafur verður ekki með í Svíþjóð í næstu viku en hefur lofað Viggó að mæta til Afríku í janúar. "Það var komin ákveðin andleg þreyta í Ólaf og fleiri í landsliðinu og ég held að það hafi aftrað liðinu í Aþenu," sagði Viggó og bætti við að það hefði ekki tekið langan tíma að fá Ólaf til þess að koma til Túnis. "Það tók eina mínútu. Hann ætlar að mæta ferskur til leiks."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×