Sport

Birgir Leifur fer á kostum á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson GKG er hreinlega að fara á kostum á lokamóti úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina í golfi og er kominn í toppbaráttuna. Birgir Leifur lauk 3. hring í dag á 69 höggum eða 3 undir pari og er það annan daginn í röð sem hann nær því skori. Hann er í 4.-7. sæti fyrir lokahringinn, 5 höggum á eftir efsta manni, Francois Delamontagne en 35 efstu kylfingarnir að loknum lokahringnum öðlast fullan þátttökurétt í evrópsku mótaröðinni. Það hefur engum Íslendingi tekist áður og stefnir því í að brotið verði blað í gölfsögu Íslands fari allt á besta veg hjá Birgi Leifi á morgun.  Á morgun spilar Birgir Leifur á San Roque Old og á rástíma kl.09:10 að íslenskum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×