Sport

Prso tryggði Rangers sigur

Króatinn Dado Prso tryggði Rangers eins marks sigur á Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn var dramatískur í meira lagi og litu tvo rauð spjöld dagsins ljós auk þess sem Prso klúðraði vítaspyrnu áður en hann skoraði einmitt sigurmarkið úr einni slíkri á 65. mínútu. Rangers minnkaði forskot Celtic í 4 stig með sigrinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×