Sport

John Toschak tekur við Wales

John Toschak hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Wales en hann tekur við af Mark Hughes sem sagði starfinu lausu til að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Blackburn. Toschak, sem hefur marga fjöruna sopið á löngum þjálfarferli og meðal annars stýrt liðum á borð við Sporting Lissabon, Real Madrid, Real Sociedad, Deportivo og Besiktas, hefur áður stýrt welska liðinu en hann hætti eftir aðeins einn leik árið 1994 þegar hann var þjálfari landsliðsins í hlutastarfi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×