Sport

Birgir Leifur meðal efstu manna

Birgi Leifi Hafþórssyni gekk öllu betur á öðrum degi úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina sem fram fór í gær og er meðal þeirra 30 efstu fyrir þriðja hring sem leikinn er í dag. Birgir þarf að vera meðal 35 efstu manna að keppni lokinni til að tryggja sér keppnisrétt í evrópsku mótaröðinni á næsta ári og ljóst að það takmark er ekki úr augsýn haldi kappinn áfram að spila eins og í gær. Leiknir verða alls sex hringir á tveimur mismunandi völlum en eftir fjórða hring verður skorið niður í 75 kylfinga sem keppa innbyrðis síðustu tvo dagana. Er því Birgir Leifur vel innan þeirra marka eins og staðan er og vonandi að gengi hans verði áfram gott.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×