Sport

Birgir Leifur í fínum málum

BirgirLeifur Hafþórsson kylfingur úr GKG er í 13.-25. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi.  Birgir Leifur lék mjög gott golf í dag og fór hringinn á 69 höggum, eða þrem undir pari vallarins. Í gær lék Birgir Leifur við slæmar aðstæður á 75 höggum, og hefur því leikið hringina tvo á 144 höggum eða á pari vallarins.  Englendingurinn Simon Wakefield er efstur, 6 höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×