Sport

Stelpurnar töpuðu 2-1 í Noregi

A landslið kvenna í fótbolta tapaði í dag síðari leik sínum gegn Norðmönnum í umspili um sæti í lokakeppni EM, lokatölur 2-1. Nína Kristinsdóttir skoraði mark Íslands í dag þegar hún jafnaði metin í síðari hálfleik.  Eins og tölurnar gefa til kynna lék íslenska liðið mun betur í Osló í dag en í fyrri leiknum, sem fram fór í Egilshöll sl. miðvikudag en þá rúlluðu norsku stúlkurnar íslenska liðinum upp 2-7. Noregur vinnur því samanlagt 9-3 og hefur þar með tryggt sér sæti í lokakeppni EM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×