Sport

Grönholm efstur í Ástralíurallinu

Svínn Marcus Grönholm er efstur eftir fyrstu sérleiðirnar í Ástralíurallinu en rallið er hluti af heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Keppnin er jafnframt sú síðasta á þessu ári en Frakkinn Sebastian Loeb hefur fyrir margt löngu tryggt sér titilinn og liði Citröen titil bílaframleiðenda. Hann er engu að síður rétt á eftir Grönholm og ætlar greinilega ekkert að gefa eftir enda helsti keppinautur hans, Norðmaðurinn Petter Solberg, dottinn úr leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×