Sport

Toshack ráðinn til Wales

John Toshack hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Wales í annað skipti. Hinn 55 ára gamli Toshack stjórnaði liðinu í hlutastarfi árið 1994, og þá aðeins í einn leik, en hann hætti eftir 3-1 tap gegn Norðmönnum og sagðist vilja einbeita sér að starfi sínu á Spáni, en þá var hann framkvæmdarstjóri Real Sociedad. Toshack, sem er fyrrum framherji hjá Liverpool, hefur stýrt liðum á Englandi, Spáni, Tyrklandi og í Portúgal og á yfir 1000 leiki sem framkvæmdastjóri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×