Sport

Hver getur stöðvað Chelsea?

Chelsea missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu aðeins í 3 klukkustundir í dag því Lundúnarisinn endurheimti 2 stiga forskot á toppnum með öruggum sigri á Fulham nú síðdegis 1-4. Eiður Smári Guðjohnsen lék 80 mínútur og stóð sig vel en tókst ekki að skora þrátt fyrir að leika einn í framherjastöðu. Frank Lampard, Arjen Robben, William Gallas og Tiago skoruðu mörk Chelsea en Papa Dioup tókst að minnka muninn í 2-1 fyrir Fulham með einu fallegasta marki tímabilsins. Liverpool slapp heldur betur með skrekkinn og vann nauman 3-2 sigur á nýliðum Crystal Palace þar sem Milan Baros skoraði þrennu fyrir heimamenn og þar af sigurmarkið úr vítaspyrnu á 90. mínútu. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn með Charlton sem rúllaði upp nýliðum Norwich, 4-0, Bolton tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli í vetur, 1-2 fyrir Aston Villa og Manchester City  gerði 1 - 1 jafntefli við botnlið Blackbur. Birmingham og Everton mætast kl 17.15. Tveir leikir eru á dagskrá úrvalsdeildarinnar á morgun sunnudag. Kl 14.00 W. B. A. - Middlesbrough Kl 16.05 Newcastle - Man Utd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×