Sport

Haukar áfram þrátt fyrir tapið

Þrátt fyrir tap handboltaliðs Hauka í Meistaradeildinni um helgina náðu þeir að öðlast keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða þar sem þeir enduðu í þriðja sæti í sínum riðli. Endaði liðið með jafn mörg stig og franska liðið US Creteil en þar sem Haukar höfðu betur í innbyrðis leikjum liðanna halda þeir þriðja sætinu en Creteil fær það fjórða. Er því Evrópudraumur liðsins ekki alveg fyrir bí enn sem komið er en margir eru á því að Haukar hafi spilað undir getu í flestum leikjum sínum í Meistaradeildinni. Er hér því kærkomið tækifæri til að blása á efasemdir með því að ná góðum árangri í Evrópukeppni félagsliða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×