Möguleikinn enn fyrir hendi 14. nóvember 2004 00:01 "Miðað við aðstæður hér þá var Birgir ekkert að standa sig eins hræðilega og tölurnar gefa til kynna," segir Andrés Davíðsson, golfþjálfari Birgis Leifs Hafþórssonar, en fimmti hringur úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina í golfi verður leikinn í dag. Birgi Leifi gekk fremur illa í gær sökum þess hve vindasamt var og féll úr fimmta sæti sem hann var í í fyrradag niður í það 26. Óhætt er að segja að Birgir Leifur hafi komið hart niður á jörðina aftur eftir að hafa verið fimmta sæti þegar keppni hófst í gær. Spilaði hann sinn versta hring hingað til í keppninni á átta höggum yfir pari. Datt hann því niður í 26. sæti á samtals fimm yfir pari en sá árangur dugði þó vel til að halda áfram keppni síðustu tvo dagana. Aðeins 75 efstu menn halda áfram keppni í dag og á morgun en að miklu er að keppa því þeir 35 efstu eftir næstu tvo daga vinna sér inn þáttökurétt á Evrópumótaröðinni en þar er spilað um miklar peningaupphæðir. Þrátt fyrir slakan árangur gærdagsins segir Andrés að Birgir hafi þegar náð þeim áfanga sem þeir settu sér í upphafi. "Hann er þegar kominn með þáttökurétt á smærri mótunum á evrópsku mótaröðinni á næsta ári með þessum árangri en auðvitað er stefnan tekin enn hærra. Hann þarf að enda meðal 35 efstu til að hljóta fullan þáttökurétt en það þýðir þó ekki að hann geti tekið þátt í þeim öllum. Það veltur á því hversu margir sem eru fyrir ofan hann taka þátt í hverju móti fyrir sig þannig að jafnvel þó að hann endi ofarlega hér þá er ekkert gefið annað en að hann á að komast á flest mótin. Þannig að það má segja að allt umfram það sem hann hefur þegar gert á mótinu er betra en við gerðum okkur vonir um. Möguleikinn á að gera betur er vissulega enn fyrir hendi." Birgir Leifur tekur golfið alvarlega sem sést best á því að hvern einasta dag er æft með einhverjum hætti í sex til átta tíma. Hann hefur lengi dreymt um að komast á Evrópumótaröðina sem er stærsta keppni sem kylfingar í álfunni geta tekið þátt í. Nái Birgir Leifur þeim árangri verða tveir Íslendingar sem keppa á þeirra mótaröð á næsta ári; hann í karlaflokki og Ólöf María Jónsdóttir í kvennaflokki. albert@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
"Miðað við aðstæður hér þá var Birgir ekkert að standa sig eins hræðilega og tölurnar gefa til kynna," segir Andrés Davíðsson, golfþjálfari Birgis Leifs Hafþórssonar, en fimmti hringur úrtökumóts fyrir evrópsku mótaröðina í golfi verður leikinn í dag. Birgi Leifi gekk fremur illa í gær sökum þess hve vindasamt var og féll úr fimmta sæti sem hann var í í fyrradag niður í það 26. Óhætt er að segja að Birgir Leifur hafi komið hart niður á jörðina aftur eftir að hafa verið fimmta sæti þegar keppni hófst í gær. Spilaði hann sinn versta hring hingað til í keppninni á átta höggum yfir pari. Datt hann því niður í 26. sæti á samtals fimm yfir pari en sá árangur dugði þó vel til að halda áfram keppni síðustu tvo dagana. Aðeins 75 efstu menn halda áfram keppni í dag og á morgun en að miklu er að keppa því þeir 35 efstu eftir næstu tvo daga vinna sér inn þáttökurétt á Evrópumótaröðinni en þar er spilað um miklar peningaupphæðir. Þrátt fyrir slakan árangur gærdagsins segir Andrés að Birgir hafi þegar náð þeim áfanga sem þeir settu sér í upphafi. "Hann er þegar kominn með þáttökurétt á smærri mótunum á evrópsku mótaröðinni á næsta ári með þessum árangri en auðvitað er stefnan tekin enn hærra. Hann þarf að enda meðal 35 efstu til að hljóta fullan þáttökurétt en það þýðir þó ekki að hann geti tekið þátt í þeim öllum. Það veltur á því hversu margir sem eru fyrir ofan hann taka þátt í hverju móti fyrir sig þannig að jafnvel þó að hann endi ofarlega hér þá er ekkert gefið annað en að hann á að komast á flest mótin. Þannig að það má segja að allt umfram það sem hann hefur þegar gert á mótinu er betra en við gerðum okkur vonir um. Möguleikinn á að gera betur er vissulega enn fyrir hendi." Birgir Leifur tekur golfið alvarlega sem sést best á því að hvern einasta dag er æft með einhverjum hætti í sex til átta tíma. Hann hefur lengi dreymt um að komast á Evrópumótaröðina sem er stærsta keppni sem kylfingar í álfunni geta tekið þátt í. Nái Birgir Leifur þeim árangri verða tveir Íslendingar sem keppa á þeirra mótaröð á næsta ári; hann í karlaflokki og Ólöf María Jónsdóttir í kvennaflokki. albert@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira