Sport

Moyes með Everton til 2009

Knattspyrnustjórinn David Moyes framlengdi í gær samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Everton til ársins 2009. Moyes, sem kom frá Preston í marsmánuði 2002, hefur gert frábæra hluti með félagið og er sem stendur með sína menn í þriðja sæti deildarinnar. Moyes sagði að hann væri yfir sig ánægður með að fá þetta tilboð og jafnframt auðmjúkur. "Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til að halda áfram því starfi sem ég hef unnið hjá félaginu undanfarin ár."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×