Annar og breyttur andi í liðinu 12. nóvember 2004 00:01 "Við tókum góðan fund í gær þar sem við hreinsuðum loftið svo um munar og það er miklu léttara yfir okkur nú," segir Ásta Árnadóttir, einn leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Í dag mætir liðið Norðmönnum öðru sinni í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Noregi og eftir rasskellingu hér heima á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna þar sem Ísland tapaði 2-7 verður að telja möguleika Íslands á að komast áfram því sem næst enga. Ásta er hins vegar ekki alveg á þeim buxunum. "Við höfum legið yfir upptökum af fyrri leiknum og teljum okkur vita hvaða mistök við gerðum. Nú er hugur í stelpunum að láta þær norsku að minnsta kosti hafa fyrir hlutunum og hver veit nema við getum komið þeim á óvart og unnið leikinn. Ég held að þær muni vanmeta okkur eftir stórsigurinn á miðvikudaginn og það mun hjálpa." Ásta segir engar stórvægilegar breytingar fyrirhugaðar á leikskipulagi liðsins. "Fyrst og fremst er ætlun okkar að standa í lappirnar og gera betur. Engin okkar var að gera neinar rósir síðast en það er annar og breyttur andi í liðinu nú og ég verð hissa ef okkur tekst ekki að spila miklu betur fyrir vikið." Ásta var ein af fáum leikmönnum Íslands sem gaf þeim norsku lítið eftir í fyrri leiknum og tókst henni að mestu að halda einni skærustu stjörnu norska liðsins, Dagny Mellgren, í skefjum mestallan leikinn. Hún á von á að mæta Mellgren aftur. "Ég á ekki von á öðru og mun reyna mitt besta. Við þurfum að vera á tánum að trufla miðjuspil Norðmanna en það er stór hluti þess hve vel gekk gegn okkur. Hvort það tekst verður að koma í ljós en draumurinn er að hafa sigur í þessum leik og jafnvel þó að það dugi ekki til að komast til Englands þá getum við allavega vel við unað eftir skellinn heima." Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
"Við tókum góðan fund í gær þar sem við hreinsuðum loftið svo um munar og það er miklu léttara yfir okkur nú," segir Ásta Árnadóttir, einn leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Í dag mætir liðið Norðmönnum öðru sinni í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Noregi og eftir rasskellingu hér heima á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna þar sem Ísland tapaði 2-7 verður að telja möguleika Íslands á að komast áfram því sem næst enga. Ásta er hins vegar ekki alveg á þeim buxunum. "Við höfum legið yfir upptökum af fyrri leiknum og teljum okkur vita hvaða mistök við gerðum. Nú er hugur í stelpunum að láta þær norsku að minnsta kosti hafa fyrir hlutunum og hver veit nema við getum komið þeim á óvart og unnið leikinn. Ég held að þær muni vanmeta okkur eftir stórsigurinn á miðvikudaginn og það mun hjálpa." Ásta segir engar stórvægilegar breytingar fyrirhugaðar á leikskipulagi liðsins. "Fyrst og fremst er ætlun okkar að standa í lappirnar og gera betur. Engin okkar var að gera neinar rósir síðast en það er annar og breyttur andi í liðinu nú og ég verð hissa ef okkur tekst ekki að spila miklu betur fyrir vikið." Ásta var ein af fáum leikmönnum Íslands sem gaf þeim norsku lítið eftir í fyrri leiknum og tókst henni að mestu að halda einni skærustu stjörnu norska liðsins, Dagny Mellgren, í skefjum mestallan leikinn. Hún á von á að mæta Mellgren aftur. "Ég á ekki von á öðru og mun reyna mitt besta. Við þurfum að vera á tánum að trufla miðjuspil Norðmanna en það er stór hluti þess hve vel gekk gegn okkur. Hvort það tekst verður að koma í ljós en draumurinn er að hafa sigur í þessum leik og jafnvel þó að það dugi ekki til að komast til Englands þá getum við allavega vel við unað eftir skellinn heima."
Íþróttir Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira