Fleiri fréttir Stuðningsmenn Gaddafi ná bænum Beni Walid Stuðningsmenn Muammar Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbýu hafa náð bænum Bani Walid á sitt vald að nýju eftir bardaga í gærdag sem kostaði fimm manns lifið. 24.1.2012 07:23 Tilnefningar til Óskarsverðlauna kynntar í dag Tilnefningar til næstu Óskarsverðlauna verða tilkynntar í dag. Fastlega er búist við að George Clooney og Meryl Streep muni leiða baráttuna um hver verði kosinn sem besti karl- og kvennleikarinn í aðalhlutverki. 24.1.2012 07:21 Samskipti Frakkland og Tyrklands í frostmarkinu Samskipti Frakkland og Tyrklands eru í frostmarkinu eftir að öldungadeild franska þingsins samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem felur í sér að refsivert sé að afneita fjöldamorðum Tyrkja á Armenum snemma á síðustu öld sem þjóðarmorði. 24.1.2012 07:19 Sjómælingum við Grænland verulega ábótavant Sjómælingum við Grænland er verulega ábótavant. Raunar eru aðeins til mælingar yfir 20% af farvatninu úti fyrir ströndum landsins. 24.1.2012 07:06 Niinistö mætir Haavisto Sauli Niinistö, fyrrum fjármálaráðherra úr flokki íhaldsmanna, og Pekka Haavisto, þingmaður úr flokki græningja, munu mætast í annarri umferð finnsku forsetakosninganna. 24.1.2012 02:00 Fimmtán hafa fundist látnir Talið er að laumufarþegar hafi verið um borð í ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við strendur Toscana-héraðs á Ítalíu 13. janúar. Því má gera ráð fyrir að tala týndra sé hærri en greint var frá í fyrstu. 24.1.2012 01:00 Hafna hugmyndum Arababandalagsins Stjórnvöld í Sýrlandi höfnuðu í gær hugmyndum Arababandalagsins um að koma á friði í landinu. Þær fólu meðal annars í sér að Bashar a-Assad forseti færi frá völdum, þjóðstjórn yrði mynduð innan tveggja mánaða og lýðræðislegar kosningar færu fram undir alþjóðlegu eftirliti. 24.1.2012 00:30 Evrópusambandið í hart gegn Írönum Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. 24.1.2012 00:00 Fimmtánda fórnarlambið fundið Björgunarmenn á Ítalíu hafa fundið tvö lík í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia. Tala látinna er því komin upp í 15 og er 18 enn saknað. Kafarar leita enn á neðri dekkjum skipsins. 23.1.2012 15:51 Steven Tyler fór illa með þjóðsöng Bandaríkjanna Söngvarinn og Idol-dómarinn Steven Tyler flutti þjóðsöng Bandaríkjanna þegar ruðningsliðin New England Patriots og Baltimore Ravens mættust í undanúrslitum Ameríska fótboltans í gær. Miðað við framistöðuna í gær hefði Tyler eflaust ekki komist áfram til Hollywood. 23.1.2012 15:34 Endurgerð fyrstu Star Wars myndarinnar birt á Youtube Tveggja klukkutíma endurgerð á fyrstu Stjörnustríðsmyndinni hefur verið birt á Youtube. Þetta er þó engin venjuleg endurgerð því það voru ofurvenjulegir Stjörnustríðsnördar sem sáu um framleiðslu myndarinnar. 23.1.2012 15:14 Mikil leit gerð að morðingja sem slapp úr haldi Mikil leit er nú gerð á Englandi að fanga sem slapp úr haldi lögreglu þegar verið var að flytja hann úr fangelsi og í dómshús. Maðurinn var ákærður í síðustu viku fyrir morð en félagar hans óku í veg fyrir fangaflutningabílinn og hótuðu ökumanninum með hnífi. Lögregla lýsir manninum sem mjög hættulegum morðingja og hefur víðtæk leit verið gerð að honum frá því atvikið átti sér stað snemma í morgun. 23.1.2012 13:45 ESB samþykkir olíuviðskiptabann á Íran Íranskir ráðamenn segja nú fullvíst að Hormuz sundi verði lokað. Evrópusambandið hefur nú formlega ákveðið að setja viðskiptabann á olíu frá Íran en bannið tekur þó ekki gildi fyrr en 1. júlí. 23.1.2012 13:23 Krefjast afsökunarbeiðni frá Jay Leno Spjallþáttastjórnandinn Jay Leno sætir nú harðri gagnrýni fyrir að hafa smánað helga byggingu Síka á Indlandi. Í þætti sínum sagði Leno að Hið Gullna Hof væri sumarbústaður forsetaframbjóðandans Mitt Romney. 23.1.2012 12:12 Stofnandi Megaupload fer fram á lausn gegn tryggingu Stofnandi skráarskiptasíðunnar Megaupload fer fram á að verða látin laus gegn tryggingu. Hann var dreginn fyrir dóm í Nýja-Sjálandi í gær en hann er sakaður um að hafa haft rúmlega 500 milljónir dollara af skemmtanaiðnaðinum í Bandaríkjunum. 23.1.2012 11:33 Þrettán látnir í Costa Concordia Björgunarmenn á Ítalíu hafa fundið lík konu í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia. Tala látinn er nú komin í 13 en 20 er enn saknað. 23.1.2012 11:12 Gabrielle Giffords hættir þingmennsku Bandaríski demókratinn Gabrielle Giffords hefur ákveðið að segja af sér embætti. Á síðustu árum hefur Giffords gegnt embætti í fulltrúadeild Bandaríska þingsins. Fyrir rúmi ári var Giffords skotin í höfuðið á kosningafundi í Arizona. 23.1.2012 10:47 Ridley Scott dæmir í stuttmyndasamkeppni Youtube Leikstjórinn Ridley Scott og vefsíðan Youtube hafa tekið höndum saman og munu skipuleggja stuttmyndasamkeppni. Scott verður formaður dómnefndar og mun hann velja tíu stuttmyndir sem sýndar verða á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. 23.1.2012 09:44 Bjarga skipsflaki með 96 milljarða virði af gulli innanborðs Ákveðið hefur verið að bjarga flaki 300 ára gamals bresks herskips af hafsbotninum við Ermasundseyjarnar. Eftir töluverðu er að lægjast því talið er að gull að verðmæti yfir 96 milljarða króna sé í flakinu. 23.1.2012 07:39 Engar beinar sannanir um tilvist G-blettarins Ný umfangsmikil könnun á 60 ára sögu læknarannsókna um hvort G-bletturinn sé til hjá konum eða ekki sýnir að enn hafi ekki komið fram beinar sannanir um að þessi blettur sé til. 23.1.2012 07:35 Yfirlýsing frá ESB í dag um að banna olíukaup frá Íran Búist er við að utanríkisráðherrar Evrópusambandsins muni gefa yfirlýsingu síðar í dag um bann við innflutningi á olíu frá Íran. Ráðherrarnir funda um málið í Brussel en þetta bann hefur verið lengi í bígerð. 23.1.2012 07:24 Gífurleg aukning á lyfjanotkun Dana Gífurleg aukning hefur orðið á lyfjanotkun dönsku þjóðarinnar á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lyfjaeftirliti landsins er lyfjanotkunin orðin það mikil að hún jafnast á við að hver Dani innbyrði hálfa aðra pillu af einhverju lyfi daglega alla sína ævi. 23.1.2012 07:19 Króatar samþykktu aðildina að ESB Króatar samþykktu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gærdag með miklum meirhluta eða 66% atkvæða. Hinsvegar var kjörsókn dræm en aðeins 44% kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 23.1.2012 07:11 Kjósa verður aftur í finnsku forsetakosningunum Kjósa verður að nýju milli tveggja efstu manna í forsetakosningunum í Finnlandi sem fram fóru um helgina þar sem enginn náði yfir 50% atkvæða. 23.1.2012 07:03 Brugðust of seint við hungursneyð Alþjóðasamfélagið brást of seint við hungursneyðinni sem geisað hefur í Austur- Afríku. Fyrir vikið létust þúsundir að óþörfu auk þess sem kostnaður við björgunarstarf hefur orðið talsvert hærri en ella. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um ástandið í Austur-Afríku sem alþjóðlegu hjálparstofnanirnar Oxfam og Save the Children hafa unnið. 23.1.2012 02:00 Króatar á leið inn í Evrópusambandið Allar líkur eru á því að Króatía verði 28. landið til þess að ganga í Evrópusambandið. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild fór fram í dag og þegar 25% atkvæða hafa verið talin bendir flest til að Króatar muni samþykkja aðild. Aðild að Evrópusambandin hefur verið eitt aðalviðfangsefni króatískra stjórnvalda eftir að landið fékk sjálfstæði eftir að Júgóslavía leystist upp á árunum 1991-1995. 22.1.2012 19:54 Wahlberg baðst afsökunar á ummælum um 11. september Mark Wahlberg baðst á fimmtudaginn afsökunar á að hann skyldi hafa sagt að hann hefði getað komið í veg fyrir að ein af flugvélunum sem hröpuðu 11. september 2001 myndu hrapa. Hann sagði að ummæli sín hefðu verið fáránleg og óábyrg. 22.1.2012 10:58 Faðir horfði á krókódíl éta dóttur sína Krókódíll át tíu ára gamla stúlku í Nusatenggara í Indónesíu á dögunum á meðan faðir hennar horfði bjargarlaus á. Victor Mado Waton, lögreglustjóri á svæðinu, segir að stelpan hafi verið að leita að skjaldbökum með pabba sínum og bróður þegar atvikið varð. Hann segir að pabbi stelpunnar hafi verið fáeina metra í burtu þegar árásin var gerð en gat ekkert brugðist við. Krókódíll banaði ungum dreng í sömu á fyrir einungis mánuði síðan. 22.1.2012 10:01 Gingrich vann í Suður-Karólínu Newt Gingrich vann stórsigur í kjöri um útnefningu Repúblikanaflokksins til forseta þegar atkvæði voru greidd í Suður-Karólínufylki í gær. Þegar talin höfðu verið næstum öll atkvæði var ljóst að Gingrich hafði hlotið 40% atkvæða en helsti keppinautur hans, Mitt Romney, hlaut 28% atkvæða. Rick Santorum fékk 17% og Ron Paul 13%. Upphaflega var talið að Romney væri líklegri til að vinna útnefningu Repúblikana en stjórnmálaskýrendur telja að eftir kjörið í gær sé víst að kosningabaráttan verður spennandi áfram. Frá árinu 1980 hefur sá sem vinnur kjörið í Suður-Karólínu alltaf orðið forsetaefni Repúblikana. 22.1.2012 09:12 SOPA dregið til baka SOPA frumvarpið sem snýst um höfundavarnir á efni á Internetinu, hefur verið tekið út úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Lamar Smith, fulltrúadeildarþingmaðurinn, sem lagði frumvarpið fram tilkynnti þetta í gærkvöld. Hann vill ná meiri sátt um málið áður en það fer lengra. 21.1.2012 16:05 Óttast að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér fuglaflensuna Vísindamenn, sem hafa búið til mun banvænna afbrigði af fuglaflensu en það sem þegar er til, hafa hætt tilraunum sínum af ótta við að hryðjuverkamenn geti nýtt sér afraksturinn. Margir höfðu gagnrýnt rannsóknina og óttuðust áhrif þess að birta hana. 21.1.2012 10:08 Tók ekki eftir nagla í heilanum Karlmaður í Chicago slapp ómeiddur eftir að hann skaut rúmlega átta sentimetra stórum nagla úr naglabyssu í heilann á sér á miðvikudaginn. Hann tók ekkert eftir að naglinn væri í heilanum fyrr en læknar sögðu honum af því daginn eftir. Maðurinn, sem er 34 ára og heitir Dante Autullo, var á verkstæði sínu þegar óhappið varð. 21.1.2012 10:01 Neytiri bjargaði konu úr bílflaki Avatar-stjarnan Zoe Saldana kom konu til bjargar í Suður-Kaliforníu í dag. Konan hafði lent í hörðum árekstri og var föst í bíl sínum. 20.1.2012 23:15 Tónleikar í minningu Amy Winehouse Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar heitnu Amy Winehouse, hefur tilkynnt að minningartónleikar verði haldnir til heiðurs söngkonunni. Amy Winehouse lést í sumar aðeins 27 ára að aldri. 20.1.2012 22:00 Vonandi líkar ykkur eigið meðal! Tölvuþrjótasamtökin Anonymous réðust á vefsíður opinberra stofnanna í Bandaríkjunum í dag. Skemmtanaiðnaðurinn þar í landi varð einnig fyrir árásum. 20.1.2012 21:28 "Napóleónland" mun rísa í Frakklandi Franskur athafnamaður hefur hannar skemmtigarð tileinkaðan Napóleón. Þar munu fjölskyldur taka þátt í endurskapa orrustuna við Waterloo. 20.1.2012 21:03 Windows Phone verður vinsælla en iOS 2015 Windows Phone, nýjasta stýrikerfi Microsoft, mun veita iOS stýrikerfi Apple harða samkeppni á næstu árum. Sérfræðingar hjá vefsíðunni iSuppli segja að Windows Phone verði næsta stærsta stýrikerfi veraldar árið 2015. 20.1.2012 19:45 Etta James látin Söngkonan Etta James lést í dag. Hún er af mörgum talin ein hæfileikaríkasta sálarsöngkona allra tíma og tók þátt í mótun tónlistarstefnunnar. 20.1.2012 19:30 Rick Perry hættir og styður Newt Gingrich Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, sækist ekki lengur eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum í haust. Hann skýrði frá ákvörðun sinni í gær. 20.1.2012 10:30 Fjarar undan frumvörpunum Stuðningur þingmanna í Bandaríkjunum við tvö umdeild frumvörp sem beinast gegn hugverkaþjófnaði hefur minnkað snarlega eftir öldu mótmæla í vikunni. 20.1.2012 10:15 Rokkarar teknir fyrir byssueign Tveir meðlimir í vélhjólagengi, svokallaðir rokkarar, voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í bæjarréttinum í Kaupmannahöfn vegna ólöglegrar byssueignar. 20.1.2012 09:00 Gingrich með forystuna í Suður Karólínu Mitt Romney á nú undir högg að sækja í prófkjörinu í Suður Karólínu sem fram fer á morgun laugardag. Newt Gingrich mælist nú með forystu í skoðanankönnunum eða 35% atkvæða á móti 29% hjá Romney. 20.1.2012 07:53 Stærsta klámmyndahátíðin hafin í Los Angeles Stærsta klámmyndahátíð heimins er hafin í Los Angeles og stendur yfir helgina. 20.1.2012 07:49 Poppkorn til í Perú um 4.700 árum fyrir Krist Ný rannsókn leiðir í ljós að poppkorn unnið úr maís hafi verið til staðar í Perú um þúsund árum fyrr en áður var talið. 20.1.2012 07:44 Tvær sprengjur sprungu í Londonderry Tvær sprengjur sprungu í borginni Londonderry á Norður Írlandi í gærkvöldi. Viðvörun var gefin um sprengingarnar og því varð ekkert manntjón í þeim. 20.1.2012 07:38 Sjá næstu 50 fréttir
Stuðningsmenn Gaddafi ná bænum Beni Walid Stuðningsmenn Muammar Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbýu hafa náð bænum Bani Walid á sitt vald að nýju eftir bardaga í gærdag sem kostaði fimm manns lifið. 24.1.2012 07:23
Tilnefningar til Óskarsverðlauna kynntar í dag Tilnefningar til næstu Óskarsverðlauna verða tilkynntar í dag. Fastlega er búist við að George Clooney og Meryl Streep muni leiða baráttuna um hver verði kosinn sem besti karl- og kvennleikarinn í aðalhlutverki. 24.1.2012 07:21
Samskipti Frakkland og Tyrklands í frostmarkinu Samskipti Frakkland og Tyrklands eru í frostmarkinu eftir að öldungadeild franska þingsins samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem felur í sér að refsivert sé að afneita fjöldamorðum Tyrkja á Armenum snemma á síðustu öld sem þjóðarmorði. 24.1.2012 07:19
Sjómælingum við Grænland verulega ábótavant Sjómælingum við Grænland er verulega ábótavant. Raunar eru aðeins til mælingar yfir 20% af farvatninu úti fyrir ströndum landsins. 24.1.2012 07:06
Niinistö mætir Haavisto Sauli Niinistö, fyrrum fjármálaráðherra úr flokki íhaldsmanna, og Pekka Haavisto, þingmaður úr flokki græningja, munu mætast í annarri umferð finnsku forsetakosninganna. 24.1.2012 02:00
Fimmtán hafa fundist látnir Talið er að laumufarþegar hafi verið um borð í ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við strendur Toscana-héraðs á Ítalíu 13. janúar. Því má gera ráð fyrir að tala týndra sé hærri en greint var frá í fyrstu. 24.1.2012 01:00
Hafna hugmyndum Arababandalagsins Stjórnvöld í Sýrlandi höfnuðu í gær hugmyndum Arababandalagsins um að koma á friði í landinu. Þær fólu meðal annars í sér að Bashar a-Assad forseti færi frá völdum, þjóðstjórn yrði mynduð innan tveggja mánaða og lýðræðislegar kosningar færu fram undir alþjóðlegu eftirliti. 24.1.2012 00:30
Evrópusambandið í hart gegn Írönum Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. 24.1.2012 00:00
Fimmtánda fórnarlambið fundið Björgunarmenn á Ítalíu hafa fundið tvö lík í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia. Tala látinna er því komin upp í 15 og er 18 enn saknað. Kafarar leita enn á neðri dekkjum skipsins. 23.1.2012 15:51
Steven Tyler fór illa með þjóðsöng Bandaríkjanna Söngvarinn og Idol-dómarinn Steven Tyler flutti þjóðsöng Bandaríkjanna þegar ruðningsliðin New England Patriots og Baltimore Ravens mættust í undanúrslitum Ameríska fótboltans í gær. Miðað við framistöðuna í gær hefði Tyler eflaust ekki komist áfram til Hollywood. 23.1.2012 15:34
Endurgerð fyrstu Star Wars myndarinnar birt á Youtube Tveggja klukkutíma endurgerð á fyrstu Stjörnustríðsmyndinni hefur verið birt á Youtube. Þetta er þó engin venjuleg endurgerð því það voru ofurvenjulegir Stjörnustríðsnördar sem sáu um framleiðslu myndarinnar. 23.1.2012 15:14
Mikil leit gerð að morðingja sem slapp úr haldi Mikil leit er nú gerð á Englandi að fanga sem slapp úr haldi lögreglu þegar verið var að flytja hann úr fangelsi og í dómshús. Maðurinn var ákærður í síðustu viku fyrir morð en félagar hans óku í veg fyrir fangaflutningabílinn og hótuðu ökumanninum með hnífi. Lögregla lýsir manninum sem mjög hættulegum morðingja og hefur víðtæk leit verið gerð að honum frá því atvikið átti sér stað snemma í morgun. 23.1.2012 13:45
ESB samþykkir olíuviðskiptabann á Íran Íranskir ráðamenn segja nú fullvíst að Hormuz sundi verði lokað. Evrópusambandið hefur nú formlega ákveðið að setja viðskiptabann á olíu frá Íran en bannið tekur þó ekki gildi fyrr en 1. júlí. 23.1.2012 13:23
Krefjast afsökunarbeiðni frá Jay Leno Spjallþáttastjórnandinn Jay Leno sætir nú harðri gagnrýni fyrir að hafa smánað helga byggingu Síka á Indlandi. Í þætti sínum sagði Leno að Hið Gullna Hof væri sumarbústaður forsetaframbjóðandans Mitt Romney. 23.1.2012 12:12
Stofnandi Megaupload fer fram á lausn gegn tryggingu Stofnandi skráarskiptasíðunnar Megaupload fer fram á að verða látin laus gegn tryggingu. Hann var dreginn fyrir dóm í Nýja-Sjálandi í gær en hann er sakaður um að hafa haft rúmlega 500 milljónir dollara af skemmtanaiðnaðinum í Bandaríkjunum. 23.1.2012 11:33
Þrettán látnir í Costa Concordia Björgunarmenn á Ítalíu hafa fundið lík konu í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia. Tala látinn er nú komin í 13 en 20 er enn saknað. 23.1.2012 11:12
Gabrielle Giffords hættir þingmennsku Bandaríski demókratinn Gabrielle Giffords hefur ákveðið að segja af sér embætti. Á síðustu árum hefur Giffords gegnt embætti í fulltrúadeild Bandaríska þingsins. Fyrir rúmi ári var Giffords skotin í höfuðið á kosningafundi í Arizona. 23.1.2012 10:47
Ridley Scott dæmir í stuttmyndasamkeppni Youtube Leikstjórinn Ridley Scott og vefsíðan Youtube hafa tekið höndum saman og munu skipuleggja stuttmyndasamkeppni. Scott verður formaður dómnefndar og mun hann velja tíu stuttmyndir sem sýndar verða á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. 23.1.2012 09:44
Bjarga skipsflaki með 96 milljarða virði af gulli innanborðs Ákveðið hefur verið að bjarga flaki 300 ára gamals bresks herskips af hafsbotninum við Ermasundseyjarnar. Eftir töluverðu er að lægjast því talið er að gull að verðmæti yfir 96 milljarða króna sé í flakinu. 23.1.2012 07:39
Engar beinar sannanir um tilvist G-blettarins Ný umfangsmikil könnun á 60 ára sögu læknarannsókna um hvort G-bletturinn sé til hjá konum eða ekki sýnir að enn hafi ekki komið fram beinar sannanir um að þessi blettur sé til. 23.1.2012 07:35
Yfirlýsing frá ESB í dag um að banna olíukaup frá Íran Búist er við að utanríkisráðherrar Evrópusambandsins muni gefa yfirlýsingu síðar í dag um bann við innflutningi á olíu frá Íran. Ráðherrarnir funda um málið í Brussel en þetta bann hefur verið lengi í bígerð. 23.1.2012 07:24
Gífurleg aukning á lyfjanotkun Dana Gífurleg aukning hefur orðið á lyfjanotkun dönsku þjóðarinnar á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lyfjaeftirliti landsins er lyfjanotkunin orðin það mikil að hún jafnast á við að hver Dani innbyrði hálfa aðra pillu af einhverju lyfi daglega alla sína ævi. 23.1.2012 07:19
Króatar samþykktu aðildina að ESB Króatar samþykktu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gærdag með miklum meirhluta eða 66% atkvæða. Hinsvegar var kjörsókn dræm en aðeins 44% kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 23.1.2012 07:11
Kjósa verður aftur í finnsku forsetakosningunum Kjósa verður að nýju milli tveggja efstu manna í forsetakosningunum í Finnlandi sem fram fóru um helgina þar sem enginn náði yfir 50% atkvæða. 23.1.2012 07:03
Brugðust of seint við hungursneyð Alþjóðasamfélagið brást of seint við hungursneyðinni sem geisað hefur í Austur- Afríku. Fyrir vikið létust þúsundir að óþörfu auk þess sem kostnaður við björgunarstarf hefur orðið talsvert hærri en ella. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um ástandið í Austur-Afríku sem alþjóðlegu hjálparstofnanirnar Oxfam og Save the Children hafa unnið. 23.1.2012 02:00
Króatar á leið inn í Evrópusambandið Allar líkur eru á því að Króatía verði 28. landið til þess að ganga í Evrópusambandið. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild fór fram í dag og þegar 25% atkvæða hafa verið talin bendir flest til að Króatar muni samþykkja aðild. Aðild að Evrópusambandin hefur verið eitt aðalviðfangsefni króatískra stjórnvalda eftir að landið fékk sjálfstæði eftir að Júgóslavía leystist upp á árunum 1991-1995. 22.1.2012 19:54
Wahlberg baðst afsökunar á ummælum um 11. september Mark Wahlberg baðst á fimmtudaginn afsökunar á að hann skyldi hafa sagt að hann hefði getað komið í veg fyrir að ein af flugvélunum sem hröpuðu 11. september 2001 myndu hrapa. Hann sagði að ummæli sín hefðu verið fáránleg og óábyrg. 22.1.2012 10:58
Faðir horfði á krókódíl éta dóttur sína Krókódíll át tíu ára gamla stúlku í Nusatenggara í Indónesíu á dögunum á meðan faðir hennar horfði bjargarlaus á. Victor Mado Waton, lögreglustjóri á svæðinu, segir að stelpan hafi verið að leita að skjaldbökum með pabba sínum og bróður þegar atvikið varð. Hann segir að pabbi stelpunnar hafi verið fáeina metra í burtu þegar árásin var gerð en gat ekkert brugðist við. Krókódíll banaði ungum dreng í sömu á fyrir einungis mánuði síðan. 22.1.2012 10:01
Gingrich vann í Suður-Karólínu Newt Gingrich vann stórsigur í kjöri um útnefningu Repúblikanaflokksins til forseta þegar atkvæði voru greidd í Suður-Karólínufylki í gær. Þegar talin höfðu verið næstum öll atkvæði var ljóst að Gingrich hafði hlotið 40% atkvæða en helsti keppinautur hans, Mitt Romney, hlaut 28% atkvæða. Rick Santorum fékk 17% og Ron Paul 13%. Upphaflega var talið að Romney væri líklegri til að vinna útnefningu Repúblikana en stjórnmálaskýrendur telja að eftir kjörið í gær sé víst að kosningabaráttan verður spennandi áfram. Frá árinu 1980 hefur sá sem vinnur kjörið í Suður-Karólínu alltaf orðið forsetaefni Repúblikana. 22.1.2012 09:12
SOPA dregið til baka SOPA frumvarpið sem snýst um höfundavarnir á efni á Internetinu, hefur verið tekið út úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Lamar Smith, fulltrúadeildarþingmaðurinn, sem lagði frumvarpið fram tilkynnti þetta í gærkvöld. Hann vill ná meiri sátt um málið áður en það fer lengra. 21.1.2012 16:05
Óttast að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér fuglaflensuna Vísindamenn, sem hafa búið til mun banvænna afbrigði af fuglaflensu en það sem þegar er til, hafa hætt tilraunum sínum af ótta við að hryðjuverkamenn geti nýtt sér afraksturinn. Margir höfðu gagnrýnt rannsóknina og óttuðust áhrif þess að birta hana. 21.1.2012 10:08
Tók ekki eftir nagla í heilanum Karlmaður í Chicago slapp ómeiddur eftir að hann skaut rúmlega átta sentimetra stórum nagla úr naglabyssu í heilann á sér á miðvikudaginn. Hann tók ekkert eftir að naglinn væri í heilanum fyrr en læknar sögðu honum af því daginn eftir. Maðurinn, sem er 34 ára og heitir Dante Autullo, var á verkstæði sínu þegar óhappið varð. 21.1.2012 10:01
Neytiri bjargaði konu úr bílflaki Avatar-stjarnan Zoe Saldana kom konu til bjargar í Suður-Kaliforníu í dag. Konan hafði lent í hörðum árekstri og var föst í bíl sínum. 20.1.2012 23:15
Tónleikar í minningu Amy Winehouse Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar heitnu Amy Winehouse, hefur tilkynnt að minningartónleikar verði haldnir til heiðurs söngkonunni. Amy Winehouse lést í sumar aðeins 27 ára að aldri. 20.1.2012 22:00
Vonandi líkar ykkur eigið meðal! Tölvuþrjótasamtökin Anonymous réðust á vefsíður opinberra stofnanna í Bandaríkjunum í dag. Skemmtanaiðnaðurinn þar í landi varð einnig fyrir árásum. 20.1.2012 21:28
"Napóleónland" mun rísa í Frakklandi Franskur athafnamaður hefur hannar skemmtigarð tileinkaðan Napóleón. Þar munu fjölskyldur taka þátt í endurskapa orrustuna við Waterloo. 20.1.2012 21:03
Windows Phone verður vinsælla en iOS 2015 Windows Phone, nýjasta stýrikerfi Microsoft, mun veita iOS stýrikerfi Apple harða samkeppni á næstu árum. Sérfræðingar hjá vefsíðunni iSuppli segja að Windows Phone verði næsta stærsta stýrikerfi veraldar árið 2015. 20.1.2012 19:45
Etta James látin Söngkonan Etta James lést í dag. Hún er af mörgum talin ein hæfileikaríkasta sálarsöngkona allra tíma og tók þátt í mótun tónlistarstefnunnar. 20.1.2012 19:30
Rick Perry hættir og styður Newt Gingrich Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, sækist ekki lengur eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum í haust. Hann skýrði frá ákvörðun sinni í gær. 20.1.2012 10:30
Fjarar undan frumvörpunum Stuðningur þingmanna í Bandaríkjunum við tvö umdeild frumvörp sem beinast gegn hugverkaþjófnaði hefur minnkað snarlega eftir öldu mótmæla í vikunni. 20.1.2012 10:15
Rokkarar teknir fyrir byssueign Tveir meðlimir í vélhjólagengi, svokallaðir rokkarar, voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í bæjarréttinum í Kaupmannahöfn vegna ólöglegrar byssueignar. 20.1.2012 09:00
Gingrich með forystuna í Suður Karólínu Mitt Romney á nú undir högg að sækja í prófkjörinu í Suður Karólínu sem fram fer á morgun laugardag. Newt Gingrich mælist nú með forystu í skoðanankönnunum eða 35% atkvæða á móti 29% hjá Romney. 20.1.2012 07:53
Stærsta klámmyndahátíðin hafin í Los Angeles Stærsta klámmyndahátíð heimins er hafin í Los Angeles og stendur yfir helgina. 20.1.2012 07:49
Poppkorn til í Perú um 4.700 árum fyrir Krist Ný rannsókn leiðir í ljós að poppkorn unnið úr maís hafi verið til staðar í Perú um þúsund árum fyrr en áður var talið. 20.1.2012 07:44
Tvær sprengjur sprungu í Londonderry Tvær sprengjur sprungu í borginni Londonderry á Norður Írlandi í gærkvöldi. Viðvörun var gefin um sprengingarnar og því varð ekkert manntjón í þeim. 20.1.2012 07:38