Erlent

Krefjast afsökunarbeiðni frá Jay Leno

Hið Gullna Hofmyndwikipedia
Spjallþáttastjórnandinn Jay Leno sætir nú harðri gagnrýni fyrir að hafa smánað helga byggingu Síka á Indlandi. Í þætti sínum sagði Leno að Hið Gullna Hof væri sumarbústaður forsetaframbjóðandans Mitt Romney.

Hið Gullna Hof á Indlandi er heilagasta bygging Síka.

Indverski ráðherrann Vayalar Ravi sagði að brandarinn hafi verið óheppilegur og hneykslanlegur.

Fylgjendur Síkisma í Bandaríkjunum hafa einnig lýst yfir óánægju sinni og safna nú undirskriftum þar sem niðrandi lýsingu Leno á hinu Gullna Hofi er fordæmd.

Hvorki Jay Leno né talsmenn sjónvarpsstöðvarinnar NBC hafa tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×