Erlent

Stuðningsmenn Gaddafi ná bænum Beni Walid

Stuðningsmenn Muammar Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbýu hafa náð bænum Bani Walid á sitt vald að nýju eftir bardaga í gærdag sem kostaði fimm manns lifið.

Bani Walid liggur í 170 kílómetra fjarlægð suðvestur af Trípólí og var síðasta vígi Gaddafis áður en hann var drepinn.

Áður hafði komið til átaka milli stuðningsmanna Gaddafis og þjóðstjórnarinnar í Benghazi í síðustu viku. Leiðtogi þjóðstjórnarinnar segir að hættan á borgarstríði sé enn til staðar í Líbýu eins og þessi átök sýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×