Erlent

Mikil leit gerð að morðingja sem slapp úr haldi

Mikil leit er nú gerð á Englandi að fanga sem slapp úr haldi lögreglu þegar verið var að flytja hann úr fangelsi og í dómshús. Maðurinn var ákærður í síðustu viku fyrir morð en félagar hans óku í veg fyrir fangaflutningabílinn og hótuðu ökumanninum með hnífi. Lögregla lýsir manninum sem mjög hættulegum morðingja og hefur víðtæk leit verið gerð að honum frá því atvikið átti sér stað snemma í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×