Fleiri fréttir Megaupload lokað Bandaríska alríkislögreglan lokaði í dag skráarskiptasíðunni Megaupload. Síðan hafði rúmlega 150 milljón notendur. Eigendur síðunnar er sakaðir um brot á höfundarréttarlögum. 19.1.2012 21:12 Apple mun dreifa námsefni í stafrænu formi Tölvurisinn Apple kynnti forritið iBooks 2 í dag. Talið er að Apple muni á næstum mánuðum hefja dreifingu á rafrænum skólabókum í gegnum forritið. 19.1.2012 21:00 Þrjár hákarlaárásir á þremur vikum Ástralskur karlmaður liggur nú særður á spítala eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás. Þetta er önnur hákarlaárásin í landinu á jafnmörgum dögum og sú þriðja í þessum mánuði. Maðurinn var við köfun þegar þriggja metra tígrisháfur réðst á hann og beit hann í höndina. 19.1.2012 20:15 Jude Law fær milljónir í skaðabætur frá News of the World Kvikmyndaleikarinn Jude Law og fyrrverandi ráðherrann John Prescott eru á meðal þeirra sem fengu í dag skaðabætur frá breska blaðinu News of the World vegna símahlerana. Law, fékk um 25 milljónir króna og eiginkona hans fyrrverandi Sadie Frost fékk einnig bætur en götublaðið, sem lagði upp laupana í sumar í skugga hneykslismála, birti ítrekað á árunum 2003 til 2006 nákvæmar fréttir af einkalífi þeirra hjóna. Vitneskjuna fengu blaðamennirnir með því að brjótast inn í talhólf þeirra. 19.1.2012 20:00 Facebook kynnir 60 smáforrit til sögunnar Samskiptasíðan Facebook kynnti í dag 60 ný smáforrit fyrir síðuna. Forritin eru sérhönnuð fyrir Timeline, nýtt notendaviðmót síðunnar. 19.1.2012 19:43 Rick Perry lýkur keppni Ríkisstjóri Texas, Rick Perry, mun í dag greina frá því að hann sé hættur við að sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum. Þetta fullyrðir CNN sjónvarpsstöðin. 19.1.2012 15:45 Milljarðamæringur fyrir mistök Svo virðist sem norski maðurinn, sem vann tvisvar í sama Víkingalottóinu í gær, hafi orðið milljarðamæringur fyrir mistök. Þannig greinir norska ríkissjónvarpið frá því að maðurinn hafi ætlað að kaupa 20 raðir, eins og hann gerði alltaf, en svo uppgötvaði hann, eftir kaupin, að hann hefði fyrir mistök og keypt 21 röð. 19.1.2012 13:56 Þrumu lostnir yfir leikriti um Breivik Danskt leikhús ætlar að setja upp leikverk sem byggir á stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik fjöldamorðingjans sem bar ábyrgð á voðaverkunum í Útey og í Osló í júlí síðastliðnum. 19.1.2012 10:40 Orban hyggst lagfæra lögin Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sent bréf til José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þar sem hann lofar því að umdeildum lögum verði breytt þannig að þau fullnægi lýðræðiskröfum Evrópusambandsins. 19.1.2012 09:30 Sú sem rannsakaði fjöldamorðin í Útey sagði upp störfum Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, tilkynnti dómsmálaráðherra landsins í nótt að hún ætlaði að segja upp störfum. Ástæðan ku vera hugsanlegt brot á þagnarskyldu Kristansen var spurð að því af þingmanninum Akhatar Chaudry á norska þinginu í gær hvort að öryggislögreglan myndi starfa með pakistönsku leyniþjónustunni. 19.1.2012 08:42 Heitt sumar veldur köldum vetri Hækkandi hitastig yfir sumartímann gæti valdið því að veturnir verði kaldari og snjóþyngri, samkvæmt nýrri kenningu umhverfisvísindamanna. Þeir telja þetta líklega skýringu á öfgafullu veðurfari á norðurhveli jarðar á undanförnum árum. 19.1.2012 07:15 Meira en 20 er enn saknað Enn er 23 manna saknað en ellefu að auki hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíu um síðustu helgi. 19.1.2012 07:15 Strand Costa Concordia dýrasta sjóslys sögunnar Talið er að strand Costa Concordia við eyjuna Giglio á Ítalíu sé dýrasta sjóslys sögunnar. 19.1.2012 07:06 Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 mannslíf í fyrra Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 jarðarbúa lífið á síðasta ári. Fjárhagstjón af völdum þeirra er hið mesta í sögunni á einu ári en það er metið upp á um 366 milljarða dollara eða sem svarar til 45.000 milljarða króna. 19.1.2012 07:04 FIFA krefst þess að bjórsala verði leyfð á HM í Brasilíu Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur krafist þess að bjór verði seldur á öllum leikvöngum þar sem Heimsmeistarakeppnin í fótbolta fer fram í Brasilíu árið 2014. 19.1.2012 06:54 100 ár liðin frá ferð Robert Scott á Suðurpólinn Í þessari viku voru liðin 100 ár frá örlagaríkum leiðangri breska landkönnuðarins Robert Scott á Suðurpólinn. 19.1.2012 06:52 Kennari átti óvænt 120 milljarða inn á bankareikningi Grunnskólakennari á Indlandi varð fyrir töluverðu áfalli í vikunni þegar hann athugaði stöðuna á bankareikingi sínum. Í ljós kom að innistæðan var nær 500 milljarðar rúpía eða yfir 120 milljarðar króna. 19.1.2012 06:45 FBI býður 1 milljón dollara fyrir Gerena Aðeins einn af þeim sem eru á lista FBI yfir þá tíu sem eru efstir á lista yfir eftirlýsta glæpamenn er verðlagður á eina milljón dollara, ef þannig má að orði komast. Bandaríska alríkislögreglan býður eina milljón dollara, tæplega 130 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Victors Manuels Gerena. 18.1.2012 23:59 Hungraður sebrahestur bragðaði á stúlku Sebrahestur nartaði í stúlku eftir að hafa fengið að bragða á gómsætum kartöfluflögum. Vitanlega var félagi stúlkunnar með snjallsíma á lofti og náðist atvikið því á myndband. 18.1.2012 22:30 Skipstjóri Concordia segist hafa dottið í björgunarbátinn Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia heldur því fram að hann hafi hrasað á þilfari skipsins og þannig dottið í björgunarbát sem ferjaði fólk á þurrt land. 18.1.2012 22:00 George Lucas yfirgefur Hollywood Leikstjórinn George Lucas hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að framleiða aðra stórmynd. Hann ákvað þetta eftir að hafa staðið í ströngu við framleiðslu nýjustu kvikmyndar sinnar. 18.1.2012 20:53 Titillag Titanic var í spilun þegar Costa Concordia strandaði Titillag kvikmyndarinnar Titanic ómaði um ganga skemmtiferðaskipsins Costa Concordia er það strandaði undan vesturströnd Ítalíu með hörmulegum afleiðingum. 18.1.2012 20:24 Wahlberg: Ég hefði bjargað flugvélinni 11. september Leikarinn Mark Wahlberg lýsti því yfir í dag að hann hefði bjargað farþegum flugs 93 eftir að hryðjuverkamenn yfirtóku flugvélina 11. september árið 2001. Aðstandendur þeirra sem fórust með flugvélinni hafa hvatt leikarann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum. 18.1.2012 20:01 Náði mynd af andliti í Norðurljósunum Hinn tuttugu og fimm ára gamli ljósmyndari, Jonathan Tucker, náði ótrúlegri mynd af Norðurljósunum á dögunum. Tucker var staddur í Kanada þegar hann tók myndina en þegar hann kom heim tók hann eftir því að andlit sést mótað í ljósunum. Myndin var tekin í Yukon en á henni sést mótað fyrir nefi, kinnum og brosandi munni í grænu ljósunum. 18.1.2012 20:00 Stal vöruflutningabíl fullum af vodka Atvinnulaus Rússi stal vöruflutningabíl fullum af vodka og öðru áfengi í Rússlandi nýlega en lögreglan stöðvaði hann þó áður en hann náði að taka sjúss af einni flösku. 18.1.2012 17:31 Fundu höfuð af manni undir Hollywood skiltinu Afhoggið höfuð fannst á göngustíg sem liggur upp að hinu heimsfræga Hollywood skilti í hlíðunum fyrir ofan Los Angeles. Lögreglan í borginni reynir nú að finna út af hverjum höfuðið er en um mann á fimmtugsaldri er að ræða. Konur sem voru að viðra hundana sína gengu fram á höfuðið í gær. 18.1.2012 13:28 Tíðar hákarlaárásir í Ástralíu undanfarið Ástralskur brimbrettakappi liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hákarl réðst á hann. Árásin átti sér stað í bænum Newcastle sem er norðan við stórborgina Sidney. Fyrr í mánuðinum varð önnur hákarlaárás á sömu slóðum og í desember sú þriðja. Hákarlaárásir eru annars fátíðar í Ástralíu og en á síðustu 22 árum hafa 27 látið lífið í slíkri árás. 18.1.2012 13:21 Björgunaraðgerðum hætt í Costa Concordia Björgunaraðgerðum hefur verið hætt í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem liggur á hliðinni undan ströndum Ítalíu. Skipið hefur færst úr stað og því er ekki talið óhætt fyrir björgunarmenn að athafna sig í því. 18.1.2012 13:15 Öflugir háloftavindar valda flugfélögum vandræðum Gífurlega öflugir háloftavindar yfir norðanverðu Atlantshafinu hafa valdið mörgum flugfélögum sem fljúga milli Evrópu og Bandaríkjanna miklum vandræðum. 18.1.2012 07:55 Versti bylur í manna minnum skellur á Seattle Íbúar við norðvestanverða Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir versta byl sem skollið hefur á svæðinu í heila kynslóð. 18.1.2012 07:46 Reykbombu kastað að Hvíta húsinu Reykbombu var kastað yfir girðinguna kringum Hvíta húsið í Washington í gærkvöldi. Þar höfðu rúmlega 1.000 félagar í Occupy hreyfingunni haldið mótmælafund. 18.1.2012 07:43 Skattamál Romney í sviðsljósinu Skattamál Mitt Romney hafa verið í sviðsljósinu í prófkjörsbaráttu Repúblikanaflokksins þessa vikuna. 18.1.2012 07:40 Loftsteinar frá Mars fundust í Marokkó Afar sjaldgæfir loftsteinar, sem koma frá Mars, hafa fundist í Marokkó í Afríku. Um er að ræða nær sjö kíló af loftsteinum en slíkir steinar fundust síðast á jörðinni fyrir um 50 árum síðan eða 1962. 18.1.2012 07:26 Herskipið Absalon verður að sleppa sómölskum sjóræningjum Allar líkur eru á að 25 sjóræningjar sem verið hafa í haldi um borð í danska herskipinu Absalon út af strönd Sómalíu verði settir á land að nýju í Sómalíu og sleppi þar með við refsingu. 18.1.2012 07:23 Segja vandann við EES skort á lýðræði Norska Evrópunefndin segir EES-samninginn hafa þjónað norskum hagsmunum vel, en gallinn sé sá að Norðmenn taki ekki þátt í ákvörðunum. Utanríkisráðherra Noregs telur EES-samninginn mikilvægari nú fyrir Noreg en árið 1994. 18.1.2012 07:15 Segja Mubarak vera fórnarlamb „Mubarak er hvorki harðstjóri né blóðþyrstur maður,“ sagði Farid el-Deeb, verjandi Hosni Mubarak í réttarhöldum, þar sem ákæruvaldið fer fram á dauðadóm. 18.1.2012 06:30 Stjórnarskránni þarf að breyta Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að nokkur ákvæði nýrrar stjórnarskrár, sem tók gildi í Ungverjalandi um áramótin, standist ekki reglur Evrópusambandsins. 18.1.2012 03:00 Bauð viðskiptavinum munnmök í staðinn fyrir kjúklinganagga Bandarísk kona var handtekinn við McDonalds-stað í Los Angeles á dögunum. Konan, sem er þrjátíu og eins árs, bauð karlkyns viðskiptavinum sem voru staddir í bílalúgunni munnmök í skiptum fyrir kjúklinganagga. Konan hefur nú verið ákærð fyrir athæfið og verður leidd fyrir dómara á næstu dögum þar sem hennar gæti beðið eins árs fangelsis vist og þúsund dollara sekt. 17.1.2012 23:31 Bílstóll bjargaði lífi 10 vikna stúlku Tíu vikna stúlka lifði hræðilegt bílslys af í Kaliforníu. Bílstóll stúlkunnar var staðsettur í aftursæti bílsins og er talið að það hafi bjargað henni. 17.1.2012 23:21 Draugur Díönu prinsessu náðist á myndband Sérfræðingar í hinu dulræna rannsaka nú myndband sem tekið var í kirkju í Glasgow. Á myndbandinu virðist andlit Díönu Prinsessu birtast í glermálverki. 17.1.2012 23:01 Metnaðarfullir leikfangasmiðir hanna risavaxna bílabraut Finnskir bílaáhugamenn hafa líklega hannað hröðustu og stærstu bílabraut veraldar. 17.1.2012 22:44 Stúlka þóttist vera piltur - reyndi að sænga hjá vinkonum sínum Nítján ára gömul stúlka í Bretlandi hefur verið ákærð fyrir að hafa platað vinkonur sínar til að stunda kynlíf með sér. Stúlkan lifði tvöföldu lífi og þóttist vera piltur þegar atvikin áttu sér stað. 17.1.2012 22:18 Gekk að eiga látna unnustu sína Tælenskur maður gekk að eiga látna unnustu sína í óhugnanlegri athöfn fyrr í mánuðinum. Hann jarðsetti síðan eiginkonu sína eftir að hjónabandið var innsiglað. 17.1.2012 21:31 Sálir stóðhesta hreinsaðar í eldi - myndir Hin árlega Luminarias hátíð var haldin í spænska smábænum San Bartolome de Pinares í dag. Reiðmenn og bændur hreinsa þá sálir dýra sinna með því sveipa þau þykkum reyk. 17.1.2012 20:52 Costa Concordia: Fimm lík fundust til viðbótar í dag Björgunaraðgerðir standa enn yfir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem strandaði við Ítalíustrendur á föstudaginn var. Fimm lík til viðbótar fundust í dag og er því staðfest að ellefu hafi látist. 24 er þó enn saknað. Farþegar og aðstandendur þeirra sem saknað er hafa þegar hafið undirbúning að málshöfðun gegn skipafélaginu. Skipstjóra Concordia er kennt um hvernig fór en hann er sagður hafa skyndilega breytt um stefnu áður en skipið sigldi á kletta skammt undan ströndinni. 17.1.2012 14:20 Sjá næstu 50 fréttir
Megaupload lokað Bandaríska alríkislögreglan lokaði í dag skráarskiptasíðunni Megaupload. Síðan hafði rúmlega 150 milljón notendur. Eigendur síðunnar er sakaðir um brot á höfundarréttarlögum. 19.1.2012 21:12
Apple mun dreifa námsefni í stafrænu formi Tölvurisinn Apple kynnti forritið iBooks 2 í dag. Talið er að Apple muni á næstum mánuðum hefja dreifingu á rafrænum skólabókum í gegnum forritið. 19.1.2012 21:00
Þrjár hákarlaárásir á þremur vikum Ástralskur karlmaður liggur nú særður á spítala eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás. Þetta er önnur hákarlaárásin í landinu á jafnmörgum dögum og sú þriðja í þessum mánuði. Maðurinn var við köfun þegar þriggja metra tígrisháfur réðst á hann og beit hann í höndina. 19.1.2012 20:15
Jude Law fær milljónir í skaðabætur frá News of the World Kvikmyndaleikarinn Jude Law og fyrrverandi ráðherrann John Prescott eru á meðal þeirra sem fengu í dag skaðabætur frá breska blaðinu News of the World vegna símahlerana. Law, fékk um 25 milljónir króna og eiginkona hans fyrrverandi Sadie Frost fékk einnig bætur en götublaðið, sem lagði upp laupana í sumar í skugga hneykslismála, birti ítrekað á árunum 2003 til 2006 nákvæmar fréttir af einkalífi þeirra hjóna. Vitneskjuna fengu blaðamennirnir með því að brjótast inn í talhólf þeirra. 19.1.2012 20:00
Facebook kynnir 60 smáforrit til sögunnar Samskiptasíðan Facebook kynnti í dag 60 ný smáforrit fyrir síðuna. Forritin eru sérhönnuð fyrir Timeline, nýtt notendaviðmót síðunnar. 19.1.2012 19:43
Rick Perry lýkur keppni Ríkisstjóri Texas, Rick Perry, mun í dag greina frá því að hann sé hættur við að sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum. Þetta fullyrðir CNN sjónvarpsstöðin. 19.1.2012 15:45
Milljarðamæringur fyrir mistök Svo virðist sem norski maðurinn, sem vann tvisvar í sama Víkingalottóinu í gær, hafi orðið milljarðamæringur fyrir mistök. Þannig greinir norska ríkissjónvarpið frá því að maðurinn hafi ætlað að kaupa 20 raðir, eins og hann gerði alltaf, en svo uppgötvaði hann, eftir kaupin, að hann hefði fyrir mistök og keypt 21 röð. 19.1.2012 13:56
Þrumu lostnir yfir leikriti um Breivik Danskt leikhús ætlar að setja upp leikverk sem byggir á stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik fjöldamorðingjans sem bar ábyrgð á voðaverkunum í Útey og í Osló í júlí síðastliðnum. 19.1.2012 10:40
Orban hyggst lagfæra lögin Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sent bréf til José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þar sem hann lofar því að umdeildum lögum verði breytt þannig að þau fullnægi lýðræðiskröfum Evrópusambandsins. 19.1.2012 09:30
Sú sem rannsakaði fjöldamorðin í Útey sagði upp störfum Janne Kristiansen, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, tilkynnti dómsmálaráðherra landsins í nótt að hún ætlaði að segja upp störfum. Ástæðan ku vera hugsanlegt brot á þagnarskyldu Kristansen var spurð að því af þingmanninum Akhatar Chaudry á norska þinginu í gær hvort að öryggislögreglan myndi starfa með pakistönsku leyniþjónustunni. 19.1.2012 08:42
Heitt sumar veldur köldum vetri Hækkandi hitastig yfir sumartímann gæti valdið því að veturnir verði kaldari og snjóþyngri, samkvæmt nýrri kenningu umhverfisvísindamanna. Þeir telja þetta líklega skýringu á öfgafullu veðurfari á norðurhveli jarðar á undanförnum árum. 19.1.2012 07:15
Meira en 20 er enn saknað Enn er 23 manna saknað en ellefu að auki hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíu um síðustu helgi. 19.1.2012 07:15
Strand Costa Concordia dýrasta sjóslys sögunnar Talið er að strand Costa Concordia við eyjuna Giglio á Ítalíu sé dýrasta sjóslys sögunnar. 19.1.2012 07:06
Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 mannslíf í fyrra Náttúruhamfarir kostuðu um 30.000 jarðarbúa lífið á síðasta ári. Fjárhagstjón af völdum þeirra er hið mesta í sögunni á einu ári en það er metið upp á um 366 milljarða dollara eða sem svarar til 45.000 milljarða króna. 19.1.2012 07:04
FIFA krefst þess að bjórsala verði leyfð á HM í Brasilíu Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur krafist þess að bjór verði seldur á öllum leikvöngum þar sem Heimsmeistarakeppnin í fótbolta fer fram í Brasilíu árið 2014. 19.1.2012 06:54
100 ár liðin frá ferð Robert Scott á Suðurpólinn Í þessari viku voru liðin 100 ár frá örlagaríkum leiðangri breska landkönnuðarins Robert Scott á Suðurpólinn. 19.1.2012 06:52
Kennari átti óvænt 120 milljarða inn á bankareikningi Grunnskólakennari á Indlandi varð fyrir töluverðu áfalli í vikunni þegar hann athugaði stöðuna á bankareikingi sínum. Í ljós kom að innistæðan var nær 500 milljarðar rúpía eða yfir 120 milljarðar króna. 19.1.2012 06:45
FBI býður 1 milljón dollara fyrir Gerena Aðeins einn af þeim sem eru á lista FBI yfir þá tíu sem eru efstir á lista yfir eftirlýsta glæpamenn er verðlagður á eina milljón dollara, ef þannig má að orði komast. Bandaríska alríkislögreglan býður eina milljón dollara, tæplega 130 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Victors Manuels Gerena. 18.1.2012 23:59
Hungraður sebrahestur bragðaði á stúlku Sebrahestur nartaði í stúlku eftir að hafa fengið að bragða á gómsætum kartöfluflögum. Vitanlega var félagi stúlkunnar með snjallsíma á lofti og náðist atvikið því á myndband. 18.1.2012 22:30
Skipstjóri Concordia segist hafa dottið í björgunarbátinn Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia heldur því fram að hann hafi hrasað á þilfari skipsins og þannig dottið í björgunarbát sem ferjaði fólk á þurrt land. 18.1.2012 22:00
George Lucas yfirgefur Hollywood Leikstjórinn George Lucas hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að framleiða aðra stórmynd. Hann ákvað þetta eftir að hafa staðið í ströngu við framleiðslu nýjustu kvikmyndar sinnar. 18.1.2012 20:53
Titillag Titanic var í spilun þegar Costa Concordia strandaði Titillag kvikmyndarinnar Titanic ómaði um ganga skemmtiferðaskipsins Costa Concordia er það strandaði undan vesturströnd Ítalíu með hörmulegum afleiðingum. 18.1.2012 20:24
Wahlberg: Ég hefði bjargað flugvélinni 11. september Leikarinn Mark Wahlberg lýsti því yfir í dag að hann hefði bjargað farþegum flugs 93 eftir að hryðjuverkamenn yfirtóku flugvélina 11. september árið 2001. Aðstandendur þeirra sem fórust með flugvélinni hafa hvatt leikarann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum. 18.1.2012 20:01
Náði mynd af andliti í Norðurljósunum Hinn tuttugu og fimm ára gamli ljósmyndari, Jonathan Tucker, náði ótrúlegri mynd af Norðurljósunum á dögunum. Tucker var staddur í Kanada þegar hann tók myndina en þegar hann kom heim tók hann eftir því að andlit sést mótað í ljósunum. Myndin var tekin í Yukon en á henni sést mótað fyrir nefi, kinnum og brosandi munni í grænu ljósunum. 18.1.2012 20:00
Stal vöruflutningabíl fullum af vodka Atvinnulaus Rússi stal vöruflutningabíl fullum af vodka og öðru áfengi í Rússlandi nýlega en lögreglan stöðvaði hann þó áður en hann náði að taka sjúss af einni flösku. 18.1.2012 17:31
Fundu höfuð af manni undir Hollywood skiltinu Afhoggið höfuð fannst á göngustíg sem liggur upp að hinu heimsfræga Hollywood skilti í hlíðunum fyrir ofan Los Angeles. Lögreglan í borginni reynir nú að finna út af hverjum höfuðið er en um mann á fimmtugsaldri er að ræða. Konur sem voru að viðra hundana sína gengu fram á höfuðið í gær. 18.1.2012 13:28
Tíðar hákarlaárásir í Ástralíu undanfarið Ástralskur brimbrettakappi liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hákarl réðst á hann. Árásin átti sér stað í bænum Newcastle sem er norðan við stórborgina Sidney. Fyrr í mánuðinum varð önnur hákarlaárás á sömu slóðum og í desember sú þriðja. Hákarlaárásir eru annars fátíðar í Ástralíu og en á síðustu 22 árum hafa 27 látið lífið í slíkri árás. 18.1.2012 13:21
Björgunaraðgerðum hætt í Costa Concordia Björgunaraðgerðum hefur verið hætt í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem liggur á hliðinni undan ströndum Ítalíu. Skipið hefur færst úr stað og því er ekki talið óhætt fyrir björgunarmenn að athafna sig í því. 18.1.2012 13:15
Öflugir háloftavindar valda flugfélögum vandræðum Gífurlega öflugir háloftavindar yfir norðanverðu Atlantshafinu hafa valdið mörgum flugfélögum sem fljúga milli Evrópu og Bandaríkjanna miklum vandræðum. 18.1.2012 07:55
Versti bylur í manna minnum skellur á Seattle Íbúar við norðvestanverða Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir versta byl sem skollið hefur á svæðinu í heila kynslóð. 18.1.2012 07:46
Reykbombu kastað að Hvíta húsinu Reykbombu var kastað yfir girðinguna kringum Hvíta húsið í Washington í gærkvöldi. Þar höfðu rúmlega 1.000 félagar í Occupy hreyfingunni haldið mótmælafund. 18.1.2012 07:43
Skattamál Romney í sviðsljósinu Skattamál Mitt Romney hafa verið í sviðsljósinu í prófkjörsbaráttu Repúblikanaflokksins þessa vikuna. 18.1.2012 07:40
Loftsteinar frá Mars fundust í Marokkó Afar sjaldgæfir loftsteinar, sem koma frá Mars, hafa fundist í Marokkó í Afríku. Um er að ræða nær sjö kíló af loftsteinum en slíkir steinar fundust síðast á jörðinni fyrir um 50 árum síðan eða 1962. 18.1.2012 07:26
Herskipið Absalon verður að sleppa sómölskum sjóræningjum Allar líkur eru á að 25 sjóræningjar sem verið hafa í haldi um borð í danska herskipinu Absalon út af strönd Sómalíu verði settir á land að nýju í Sómalíu og sleppi þar með við refsingu. 18.1.2012 07:23
Segja vandann við EES skort á lýðræði Norska Evrópunefndin segir EES-samninginn hafa þjónað norskum hagsmunum vel, en gallinn sé sá að Norðmenn taki ekki þátt í ákvörðunum. Utanríkisráðherra Noregs telur EES-samninginn mikilvægari nú fyrir Noreg en árið 1994. 18.1.2012 07:15
Segja Mubarak vera fórnarlamb „Mubarak er hvorki harðstjóri né blóðþyrstur maður,“ sagði Farid el-Deeb, verjandi Hosni Mubarak í réttarhöldum, þar sem ákæruvaldið fer fram á dauðadóm. 18.1.2012 06:30
Stjórnarskránni þarf að breyta Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að nokkur ákvæði nýrrar stjórnarskrár, sem tók gildi í Ungverjalandi um áramótin, standist ekki reglur Evrópusambandsins. 18.1.2012 03:00
Bauð viðskiptavinum munnmök í staðinn fyrir kjúklinganagga Bandarísk kona var handtekinn við McDonalds-stað í Los Angeles á dögunum. Konan, sem er þrjátíu og eins árs, bauð karlkyns viðskiptavinum sem voru staddir í bílalúgunni munnmök í skiptum fyrir kjúklinganagga. Konan hefur nú verið ákærð fyrir athæfið og verður leidd fyrir dómara á næstu dögum þar sem hennar gæti beðið eins árs fangelsis vist og þúsund dollara sekt. 17.1.2012 23:31
Bílstóll bjargaði lífi 10 vikna stúlku Tíu vikna stúlka lifði hræðilegt bílslys af í Kaliforníu. Bílstóll stúlkunnar var staðsettur í aftursæti bílsins og er talið að það hafi bjargað henni. 17.1.2012 23:21
Draugur Díönu prinsessu náðist á myndband Sérfræðingar í hinu dulræna rannsaka nú myndband sem tekið var í kirkju í Glasgow. Á myndbandinu virðist andlit Díönu Prinsessu birtast í glermálverki. 17.1.2012 23:01
Metnaðarfullir leikfangasmiðir hanna risavaxna bílabraut Finnskir bílaáhugamenn hafa líklega hannað hröðustu og stærstu bílabraut veraldar. 17.1.2012 22:44
Stúlka þóttist vera piltur - reyndi að sænga hjá vinkonum sínum Nítján ára gömul stúlka í Bretlandi hefur verið ákærð fyrir að hafa platað vinkonur sínar til að stunda kynlíf með sér. Stúlkan lifði tvöföldu lífi og þóttist vera piltur þegar atvikin áttu sér stað. 17.1.2012 22:18
Gekk að eiga látna unnustu sína Tælenskur maður gekk að eiga látna unnustu sína í óhugnanlegri athöfn fyrr í mánuðinum. Hann jarðsetti síðan eiginkonu sína eftir að hjónabandið var innsiglað. 17.1.2012 21:31
Sálir stóðhesta hreinsaðar í eldi - myndir Hin árlega Luminarias hátíð var haldin í spænska smábænum San Bartolome de Pinares í dag. Reiðmenn og bændur hreinsa þá sálir dýra sinna með því sveipa þau þykkum reyk. 17.1.2012 20:52
Costa Concordia: Fimm lík fundust til viðbótar í dag Björgunaraðgerðir standa enn yfir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem strandaði við Ítalíustrendur á föstudaginn var. Fimm lík til viðbótar fundust í dag og er því staðfest að ellefu hafi látist. 24 er þó enn saknað. Farþegar og aðstandendur þeirra sem saknað er hafa þegar hafið undirbúning að málshöfðun gegn skipafélaginu. Skipstjóra Concordia er kennt um hvernig fór en hann er sagður hafa skyndilega breytt um stefnu áður en skipið sigldi á kletta skammt undan ströndinni. 17.1.2012 14:20