Erlent

Windows Phone verður vinsælla en iOS 2015

Gagnrýnendur á einu máli um að Windows Phone sé afar vandað stýrikerfi og eigi eftir að veita Android og iOS harða samkeppni.
Gagnrýnendur á einu máli um að Windows Phone sé afar vandað stýrikerfi og eigi eftir að veita Android og iOS harða samkeppni. mynd/AFP
Windows Phone, nýjasta stýrikerfi Microsoft, mun veita iOS stýrikerfinu frá Apple harða samkeppni á næstu árum. Sérfræðingar hjá vefsíðunni iSuppli segja að Windows Phone verði næsta stærsta stýrikerfi veraldar árið 2015.

Sérfræðingarnir segja að Android-stýrikerfið eigi eftir að viðhalda vinsældum sínum en stýrikerfið er það vinsælasta í heimi.

Talið er að snjallsímar sem knúnir eru af Windows Phone eigi eftir að verða afar vinsælir á næstu árum og vísa sérfræðingarnir til nýjasta snjallsíma Nokia, Lumia 900, en hann notast við stýrikerfi Microsoft.

Lumia 900 hefur fengið afar jákvæð viðbrögð frá gagnrýnendum og er mest seldi snjallsími Nokia í áraraðir.

Þá eru gagnrýnendur á einu máli um að Windows Phone sé afar vandað stýrikerfi og eigi eftir að veita Android og iOS harða samkeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×