Erlent

Þrettán látnir í Costa Concordia

Costa Concordia strandaði undan vesturströnd Ítalíu fyrir rúmri viku.
Costa Concordia strandaði undan vesturströnd Ítalíu fyrir rúmri viku. mynd/AP
Björgunarmenn á Ítalíu hafa fundið lík konu í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia. Tala látinn er nú komin í 13 en 20 er enn saknað.

Lík konunnar fannst á sjöunda dekki en það er tæpum tíu metrum undir sjávarborði. Aðstæður í skipinu gera köfurum afar erfitt fyrir og hafa þeir þurft að notast við sprengiefni til að komast að neðri dekkjum skipsins.

Costa Concordia strandaði undan vesturströnd Ítalíu fyrir rúmri viku.

Lík konunnar var flutt til Porto San Stefano. Ekki hefur tekist að bera kennsl á líkið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×