Erlent

Tilnefningar til Óskarsverðlauna kynntar í dag

Tilnefningar til næstu Óskarsverðlauna verða tilkynntar í dag. Fastlega er búist við að George Clooney og Meryl Streep muni leiða baráttuna um hver verði kosinn sem besti karl- og kvennleikarinn í aðalhlutverki.

Myndirnar The Artist og The Descendants eru taldar líklegastar sem besta myndin. Sjálf Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin 28. febrúar næstkomandi en kynnir á henni verður leikarinn Billy Crystal. Þetta verður í níunda sinn sem Crystal tekur að sér að verða kynnir á hátíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×