Erlent

Bjarga skipsflaki með 96 milljarða virði af gulli innanborðs

Ákveðið hefur verið að bjarga flaki 300 ára gamals bresks herskips af hafsbotninum við Ermasundseyjarnar. Eftir töluverðu er að lægjast því talið er að gull að verðmæti yfir 96 milljarða króna sé í flakinu.

Skip sem hér um ræðir heitir HMS Victory og var fyrirrennari hins þekkta flaggskips Nelsons flotaforingja í sjóorrustunni við Trafalgar þar sem breski flotinn vann sinn stærsta sigur í sögunni.

Skipið sök í ofsaveðri undan ströndum Ermasundseyja árið 1744 og með því fórust um 1.000 sjóliðar í breska flotanum. Það var svo bandarískt félag sem fann flak þess árið 2008. Þá var staðfest að um þetta skip væri að ræða þar sem fallbyssu úr bronsi með nafni skipsins á var bjargað úr flakinu.

Nú hefur Maritime Heritage stofnunin ákveðið að bjarga flakinu af hafbotni en fjallað er um málið í The Sunday Times. Þar segir að talið sé að um borð í HMS Victory sé mikið af gullmynt og nemur verðmæti gullsins um 500 milljónum punda eða yfir 96 milljörðum króna.

Talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins fagnar áformunum um að bjarga flakinu enda hafi skipið verið mikilvægur þáttur í sögu breska flotans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×