Erlent

Engar beinar sannanir um tilvist G-blettarins

Ný umfangsmikil könnun á 60 ára sögu læknarannsókna um hvort G-bletturinn sé til hjá konum eða ekki sýnir að enn hafi ekki komið fram beinar sannanir um að þessi blettur sé til.

Hluti kvenna er sannfærður um að þær séu með G-blett á meðan aðrar segjast aldrei hafa orðið varar við hann.

Til eru yfir 1.000 ára gamlar heimildir um g-blettinn, það er í indversku ritunum Kamasutra en bletturinn er skýrður í höfuðið á þýska lækninum Ernst Gräfenberg sem lýsti honum í upphafi sjötta áratugarins á síðustu öld.

Síðan hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á fyrirbærinu en niðurstaðan er eftir sem áður óljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×