Erlent

"Napóleónland" mun rísa í Frakklandi

Napóleón Bónaparte var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1815.
Napóleón Bónaparte var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1815. mynd/AFP
Franskur athafnamaður hefur hannar skemmtigarð tileinkaðan Napóleón. Þar munu fjölskyldur taka þátt í endurskapa orrustuna við Waterloo.

Garðurinn, sem kallaður er „Napóleónland" er hugarfóstur Yves Jégo en hann er söguáhugamaður og fyrrverandi ráðherra. Jégo segir að skemmtigarðurinn muni auðveldlega skáka Disneyland.

„Napóleónland" verður staðsett í Montereau en þar barðist Napóleón við Austurríkismenn árið 1814.

Jégo segir að skemmtigarðurinn muni bjóða upp á fjölskylduskemmtun af ýmsum toga. Þar meðal verður orrustan við Waterloo endursköpuð á hverjum degi. Einnig verður sjóorrustan við Trafalgar leikin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×