Erlent

Samskipti Frakkland og Tyrklands í frostmarkinu

Samskipti Frakkland og Tyrklands eru í frostmarkinu eftir að öldungadeild franska þingsins samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem felur í sér að refsivert sé að afneita fjöldamorðum Tyrkja á Armenum snemma á síðustu öld sem þjóðarmorði.

Þegar fulltrúadeild þingsins samþykkti frumvarpið í síðasta mánuði hættu Tyrkir allri pólitískri og hernaðarlegri samvinnu við Frakka og kölluðu sendiherra sinn heim frá París en báðar þjóðirnar eru meðlimir NATO.

Í frétt um málið á BBC segir að reiknað sé með því að Erdogan forsætisráðherra Tyrklands muni tilkynna um frekari refsiaðgerðir gegn Frökkum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×