Erlent

Kjósa verður aftur í finnsku forsetakosningunum

Sauli Niinistö.
Sauli Niinistö.
Kjósa verður að nýju milli tveggja efstu manna í forsetakosningunum í Finnlandi sem fram fóru um helgina þar sem enginn náði yfir 50% atkvæða.

Kosið verður aftur eftir tvær vikur en þá mun slagurinn standa á milli Sauli Niinistö, fyrrverandi fjármálaráðherra sem fékk 37% atkvæða og Pekka Haavisto, frambjóðanda Græningja, varð í öðru sæti með 19% atkvæða.

Kjörsókn var um 73% í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×