Erlent

Tvær sprengjur sprungu í Londonderry

Tvær sprengjur sprungu í borginni Londonderry á Norður Írlandi í gærkvöldi. Viðvörun var gefin um sprengingarnar og því varð ekkert manntjón í þeim.

Önnur sprengjan sprakk við lögreglustöð í borginni en hin við vinsælan ferðamannastað.

Borgaryfirvöld í Londonderry hafa fordæmt þessar sprengingar og skella skuldinni á öfgahóp sem áður tilheyrði IRA eða Írska lýðveldishernum en hefur nú slitið tengsl sín við IRA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×