Erlent

ESB samþykkir olíuviðskiptabann á Íran

Íranir hafa undanfarið stundað viðamiklar heræfingar á Hormuz sundi.
Íranir hafa undanfarið stundað viðamiklar heræfingar á Hormuz sundi. Mynd/AP
Íranskir ráðamenn segja nú fullvíst að Hormuz sundi verði lokað. Evrópusambandið hefur nú formlega ákveðið að setja viðskiptabann á olíu frá Íran en bannið tekur þó ekki gildi fyrr en 1. júlí.

Það er gert til þess að gefa ríkjum á borð við Grikkland, sem eru mjög háðir olíu frá Íran, ráðrúm til að leita annara leiða til að tryggja sér eldsneyti.

Mohammad Kossari, sem er háttsettur í írönsku utanríkisþjónustunni sagði í samtali við Fars fréttastofuna að allar hindranir á olíuútflutningi Írana myndu hafa í för með sér lokun á Hormuz sundi, en þar í gegn fer stærsti hluti olíuflutninga heimsins á sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×