Erlent

Króatar samþykktu aðildina að ESB

Króatar samþykktu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gærdag með miklum meirhluta eða 66% atkvæða. Hinsvegar var kjörsókn dræm en aðeins 44% kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Zoran Milanovic, forsætisráðherra landsins segir niðurtöðuna sögulega. Andstæðingar aðildar telja að úrslitin séu ekki gild vegna lítillar kjörsóknar. Hinsvegar voru engin mörk um kjörsókn sett í atkvæðagreiðslunni.

Króatía mun formlega verða 28. ríkið innan Evrópubandalagsins í júlí í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×