Erlent

Poppkorn til í Perú um 4.700 árum fyrir Krist

Ný rannsókn leiðir í ljós að poppkorn unnið úr maís hafi verið til staðar í Perú um þúsund árum fyrr en áður var talið.

Vísindamenn frá Náttúrusögusafni Washington borgar fundu poppkorn frá árinu 4.700 fyrir Krist í Perú og eru það nú elstu leifar um poppkorn sem fundist hafa í Suður Ameríku.

Vitað er að maís var notaður til manneldis í Mexíkó fyrir allt að níu þúsund árum. Nokkur þúsund árum síðar var hann kominn til Suður Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×