Erlent

Óttast að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér fuglaflensuna

LVP skrifar
Vísindamenn eru hættir að þróa hættulegra afbrigði af fuglaflensunni.
Vísindamenn eru hættir að þróa hættulegra afbrigði af fuglaflensunni. mynd/ afp.
Vísindamenn, sem hafa búið til mun banvænna afbrigði af fuglaflensu en það sem þegar er til, hafa hætt tilraunum sínum af ótta við að hryðjuverkamenn geti nýtt sér afraksturinn. Margir höfðu gagnrýnt rannsóknina og óttuðust áhrif þess að birta hana.

Þrátt fyrir að H5N1 vírusinn geti verið mjög hættulegur ef menn smitast af honum hafa áhrif hans verið lítil hingað til. Ástæðan er aðallega sú að hann smitast ekki auðveldlega milli manna. Nýja afbrigðið sem vísindamenn í Hollandi og Bandaríkjunum hafa unnið að því að þróa er hins vegar mun sterkara og getur smitast hratt á milli manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×