Erlent

Stofnandi Megaupload fer fram á lausn gegn tryggingu

Kim Dotcom
Kim Dotcom mynd/AP
Stofnandi skráarskiptasíðunnar Megaupload fer fram á að verða látinn laus gegn tryggingu. Hann var dreginn fyrir dóm í Nýja-Sjálandi í gær en hann er sakaður um að hafa haft rúmlega 500 milljónir dollara af skemmtanaiðnaðinum í Bandaríkjunum.

Kim Dotcom var handsamaður Auckland í Nýja-Sjálandi á föstudaginn en handtakan var í umboði Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum.

Dotcom hefur verið ákærður fyrir brot á höfundarréttarlögum og peningaþvætti.

Heimili Kims Dotcom í Auckland.mynd/AP
Yfirvöld í Bandaríkjunum vonast til þess að Dotcom verði framseldur. Dotcom er með tvöfaldan ríkisborgararétt í Þýskalandi og Finnlandi. Síðustu ár hefur hann verið búsettur í Hong Kong og Nýja-Sjálandi.

Um árabil hefur Megaupload verið ein vinsælasta vefsíða veraldar og hafa eigendur síðunnar hagnast afar vel á hlut sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×