Erlent

Sjómælingum við Grænland verulega ábótavant

Sjómælingum við Grænland er verulega ábótavant. Þetta kemur fram í svari umhverfisráðherra Dana við fyrirspurn frá Söru Olsvig einum af þingmönnum Grænlendinga á danska þinginu.

Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten er haft eftir Söru að hún hafi miklar áhyggjur af því að sjómælingar hafi ekki verið gerðar við 80% af ströndum landsins. Einkum vegna þess að komur skemmtiferðaskipa til Grænlands færast stöðugt í aukanna og eru þeir staðir þar sem byggð er engin þeir vinsælustu hjá þessum ferðamönnum.

Sara óttast að annað Costa Concordia slys gæti verið í uppsiglingu við strendur Grænlands og einnig sé mikil hætta fólgin í þessu ástandi ef olía fer að finnast í vinnanlegum mæli undan ströndum landsins.

Fram kemur í svari umhverfisráðherrans að það sé ekki forgangsatriði af hálfu ráðneytisins að gera sjómælingar á þeim svæðum sem þær skortir. Forgangsmálið sé að kortleggja helstu leiðir til grænlenskra hafnarbæja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×