Erlent

Etta James látin

Söngkonan Etta James lést í dag. Hún er af mörgum talin ein hæfileikaríkasta sálarsöngkona allra tíma. James gegndi stóru hlutverki í mótun tónlistarstefnunnar.

James lést úr hvítblæði en hún hafði barist við sjúkdóminn í rúmt ár.

Einsöngvaraferill hennar hófst þegar hún komst á samning hjá útgáfufyrirtækinu Chess Records.

Á meðal þekktra laga sem James flutti eru „At Last“ og „I'd Rather Go Blind.“

James vann til sex Grammy verðlauna og vígð inn í Heiðurshöll Rokkara árið 1993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×