Erlent

Vonandi líkar ykkur eigið meðal!

Anonymous lokaði fyrir aðgang að vefsíðum Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Alríkislögreglunnar og Universal Music Group.
Anonymous lokaði fyrir aðgang að vefsíðum Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Alríkislögreglunnar og Universal Music Group. mynd/AFP
Tölvuþrjótasamtökin Anonymous réðust á vefsíður opinberra stofnanna í Bandaríkjunum í dag. Skemmtanaiðnaðurinn þar í landi varð einnig fyrir árásum.

Árásirnar voru boðaðar eftir að alríkislögreglan í Bandaríkjunum lokaði skráarskiptasíðunni Megaupload í gær. Eigendur síðunnar hafa verið kærður fyrir brot á höfundarréttarlögum.

Anonymous lokaði fyrir aðgang að vefsíðum Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Alríkislögreglunnar og Universal Music Group. Vefsíður Kvikmyndasambands Bandaríkjanna og plötuútgefandans EMI urðu einnig fyrir árásunum.

Anonymous storkaði síðan alríkislögreglunni á samskiptasíðunni Twitter: „Ykkur líkar vonandi eigið meðal!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×